Skipulags- og samgönguráð samþykkti í gær að lengja gjaldskyldu til klukkan 20 á „vinsælustu“ stöðunum, auk þess að taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, greindi frá þessu á Twitter í gærkvöldi:
Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv
— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019
Verð fyrir gjaldskyld bílastæði hækkaði þann 1. febrúar síðastliðinn en dýrasta svæðið (P1) kostar nú 370 krónur klukkustundin, en ódýrasta svæðið (P4) kostar 190 krónur klukkustundin.
Ekki hefur verið rukkað fyrir bílastæði á sunnudögum hingað til og aðeins til klukkan 18 á virkum dögum.
Ákvörðunin var tekin á grundvelli niðurstaðna og tillagna stýrihóps Reykjavíkurborgar um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum, en samkvæmt samgönguverkfræðingi sem var ráðgjafi hópsins, má rekja um 30% allrar umferðar í Reykjavík til þess að ökumenn séu að leita að bílastæði.
Tillögurnar voru samþykktar af meirihlutanum með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Sjálfstæðismenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu, en Flokkur fólksins lagði fram bókun um að aðgerðirnar snerust um að gera bíleigendum erfitt fyrir og afleiðingarnar yrðu þær að fólk hætti að sækja miðbæinn heim.
„Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost.“
Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi: