fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Framlög til íslenskra háskóla mælast undir meðaltali OECD ríkjanna – Kennaralaunin hærri hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 13:15

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg skýrsla OECD um menntatölfræði, Education at a Glance 2019  er komin út. Í skýrslunni er að finna margvíslegar upplýsingar um stöðu íslenska skólakerfisins, menntunarstig þjóðarinnar, fjármögnun skóla og skipulag skólastarfs, samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Meðal þess sem fram kemur um íslenskt menntakerfi er:

  • Framlög á hvern ársnema í íslenskum háskólum voru rétt undir meðaltali OECD árið 2016, eða um 94% af meðaltali OECD. Árið 2015 námu þau 81% af meðaltali OECD og hækkuðu því um 13 prósentustig milli áranna 2015-16. Framlög á hvern ársnema í háskólum hækkuðu meira á Íslandi en flestum öðrum löndum OECD ef miðað er við þróunina frá árinu 2010. Frá 2010 til 2016 hækkuðu framlögin um 43% á Íslandi en að meðaltali um 8% í ríkjum OECD.
  • Hlutfall háskólamenntaðra á aldrinum 25-34 ára hér á landi hefur aukist hratt á undanförnum áratug, úr 33% árið 2008 í 47% árið 2018, sem er yfir meðaltali OECD. Menntunarstig þessa aldurshóps er svipaður og í Noregi og Svíþjóð. Mun hærra hlutfall kvenna hefur lokið háskólaprófi í þessum aldurshópi eða 56% á meðan hlutfallið hjá körlum er 39%.
  • Hlutfall fólks á aldrinum 25-34 ára sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi á Íslandi var 19% árið 2018, samanborið við 15% að meðaltali innan ríkja OECD.  Hlutfallið hefur þó farið hratt lækkandi frá 2008 eða alls um 9 prósentustig.  Aftur á móti er atvinnuþátttaka ungs fólks án framhaldsskólaprófs á Íslandi mjög há í samanburði við önnur ríki, 80% þeirra eru í vinnu hér á landi en aðeins 60% að jafnaði innan OECD.
  • Hærra hlutfall barna eru í leikskóla hér á landi en í öðrum OECD-ríkjum, 76% eins árs barna eru í leikskóla og hlutfall þeirra hvergi hærra, samanborið við 40% að meðaltali innan OECD.
  • Laun kennara við upphaf starfsferilsins eru að jafnaði hærri á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjum en hækka minna með meiri starfsreynslu. Laun grunnskólakennara voru 16% hærri á Íslandi en að jafnaði innan OECD árið 2018, en eftir 15 ára starfsreynslu hækka byrjunarlaunin um 10,5% á Íslandi en innan OECD um 39%. Þá eru launin á Íslandi orðin 9% lægri en að jafnaði innan OECD.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér en allar gagnatöflur má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“