fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Tveir toppar á útleið hjá Arion banka – Sagðar fórnarlömb hreinsana sem enn sé ekki lokið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir því að láta af störfum, samkvæmt tilkynningu. Hefur Rakel starfað í bankanum frá 2005 og setið í framkvæmdastjórn bankans, frá 2011, en þá tók hún við framkvæmdastjórastöðu þróunar- og markaðssviðs.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, myndi láta af störfum bráðlega, en ekki kom fram hvers vegna hún væri að láta af störfum. Er Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða, sögð taka við starfi Jónínu.

Klassískar hreinsanir

Samkvæmt heimildum Eyjunnar eru þær Rakel og Jónína fórnarlömb „klassískra hreinsana“ nýrra stjórnenda bankans, sem vilji fá „sitt fólk“ inn í æðstu stöðurnar. Benedikt Gíslason var ráðinn bankastjóri Arion banka í júní, en hann tók við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem tók skellinn vegna afleitrar afkomu bankans í fyrra, sem rekja mátti að hluta til, til falls WOW og annarra stórra gjaldþrota fyrirtækja sem fjármögnuð voru af bankanum, eins og Primera Air og United Silicon.

Heimildir Eyjunnar herma að fleiri munu láta af störfum hjá Arion banka á næstunni og að ráðið verði inn nýtt fólk sem sé stjórnendum bankans að skapi og ekki sé loku fyrir það skotið að einhverjir verði fengnir inn frá Kviku banka, sem sagður hefur verið í sameiningarferli við Arion banka, þar sem stutt sé á milli þeirra hvað varðar hluthafahópinn, en margir þeir sömu eiga í báðum bönkum.

Miklar breytingar hafa átt sér stað innan Arion banka síðustu misserin. Á skömmum tíma er búið að skipta um framkvæmdastjóra sjóðstýringafyrirtækis bankans, stjórnarformanns hans og bankastjóra og nú bætast við tveir framkvæmdastjórar í sömu vikunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“