fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg innleiðir nýtt upplýsingastjórnunarkerfi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 18:30

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur að loknu umfangsmiklu samkeppnisviðræðuferli gengið til samninga við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. um kaup á NÝJU UPPLÝSINGASTJÓRNUNARKERFI (e. Information Management System), samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Þar segir:

„Vaskur hópur í sérstakri nafnavalnefnd þjónustu- og nýsköpunarsviðs hélt vinnustofu með þjóðfundarfyrirkomulagi til að velja nafn á hið nýja kerfi. Mun það bera eiginnafnið Hlaðan.

Hlaðan er stór og í henni rúmast margt. Hlaðan hefur sögulegt gildi fyrir Íslendinga. Margir eiga hlýjar minningar og hugrenningatengsl við hlöður og er hlaðan sveipuð rómantískum blæ í huga valnefndar.

Hlaðan er líka þeim kostum gædd að það er hægt að setja næstum hvað sem er inn í hana og tengja við hana hin ýmsu vinnutæki. Þannig er hægt að setja inn í Hlöðuna, varpa úr henni og taka til í henni. Það er hægt að hlaða í Hlöðuna, færa í hana bagga sem og stóra gagnapakka.

Hlaðan er skilvirk og notendavæn. Hún styður við ferli mála og verkefna og hefur umsjón með gæðamálum, fundum, samningum, verkefnastjórnun, skjalavistun, notendum, eignum, nefndum, ráðum og viðskiptavinum. Hlaðan mun halda utan um myndun, umsjón, umsýslu, vinnslu, notkun, stjórnun, vörslu og rafræn skil upplýsinga á öllum sviðum borgarinnar.

Því er ljóst að Hlaðan er ekki „bara“ skjalakerfi heldur svo miklu, miklu meira!

Á næstu vikum fer af stað ferla- og greiningarvinna fyrir fyrsta hluta innleiðingar Hlöðunnar. Gert er ráð fyrir að innleiðing hefjist í byrjun nýs árs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka