fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Fylgst með ferðum plastrusls í hafinu: „Eitt af mínum forgangsmálum sem ráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sjósetti í dag flothylki til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og meðvitund um rusl í hafi, ekki síst plasti.

Að verkefninu stendur PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) sem er starfshópur innan Norðurskautsráðsins, með aðsetur á Akureyri. Þau vinna nú að svæðisbundinni aðgerðaáætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða en málaflokkurinn er eitt af forgangsmálum í formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu. Verkís hannaði hylkið sem búið er GPS-sendi og því verður hægt að fylgjast með ferðalagi þess yfir langan tíma. Alþjóðlegur fundur PAME stendur nú yfir í Reykjavík og verða fleiri hylki sjósett á næstu misserum annars staðar á norðurslóðum.

Flothylkinu var varpað frá varðskipinu Þór á vegum Landhelgisgæslunnar og siglt var frá Keflavíkurhöfn norðvestur af Garðskaga.

„Plast í hafi er vaxandi vandamál og brýnt að auka þekkingu á því hvernig ruslið berst um heimshöfin. Flothylkin veita þar mikilvæga innsýn, auk þess sem þau auka meðvitund okkar um plast í hafi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Að draga úr plastmengun er eitt af mínum forgangsmálum sem ráðherra og margvíslegum aðgerðum hefur þegar verið hrint í framkvæmd hér heima eða eru í farvatninu. Ísland hefur auk þess beitt sér alþjóðlega gegn plastmengun og sett málið á dagskrá hjá Norðurskautsráðinu. Það er mjög mikilvægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”