fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:40

Petteri Taalas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peteeri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af viðtali við hann í finnsku blaði. Í fréttum hefur viðtalið verið túlkað þannig að Peteeri telji of langt gengið í málflutningi um loftslagsbreytingar en í yfirlýsingunni ítrekar hann þá skoðun sína að loftslagið sé að breytast að stórum hluta af mannavöldum. Hins vegar grafi það undan vísindalegri nálgun þegar staðreyndir eru teknar úr samhengi til að réttlæta öfgafullar aðgerðir.

Peteeri bendir á að heimurinn standi frammi fyrir töllauknu verkefni varðandi það að koma í veg fyrir óhóflega hækkun hitastigs á jörðinni á næstu árum. Afar brýnt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sérstaklega úr orkuverum, iðnaði og samgöngum.

Yfirlýsing Peteeri Taalas er eftirfarandi:

Fréttaflutningur sem byggist á nýlegu viðtali við mig í Finnlandi hefur vakið athygli vegna þess að fullyrt er að ég hafi dregið í efa nauðsyn öflugra alþjóðlegra aðgerða tl að sporna við loftslagsbreytingum.

Þarna er á ferðinni valkvæð túlkun á orðum mínum og skoðunum sem ég hef haft um langa hríð. Ég hef tekið þátt í starfi við að milda áhrif loftslagsbreytinga frá því á níunda áratugnum.

Í viðtalinu sagði ég með skýrum hætti að loftslagsaðgerðir byggja á vísindalegum grunni og að samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu væri loftslagið að breytast að stórum hluta af mannavöldum. Á hinn bóginn benti ég á að það græfi undan vísindalegri nálgun þegar staðreyndir væru teknar úr samhengi til þess að réttlæta öfgafullar ákvarðanir í nafni loftslagsaðgerða.

Aðgerðir ber að ákveða á yfirvegaðan hátt með hliðsjón af þeirri vísindalegu þekkingu sem við höfum en ekki með hlutdrægum lestri á skýrslum Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change). Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) er ein þeirra stofnanna sem standa að nefndinni.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin er sérstök stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um veður, loftslag og vatn. Starf okkar felst í að safna, dreifa og nota vísindaleg gögn sem nauðsynleg eru til aðgerða og aðlögunar. Við leggjum til staðreyndir.

193 veðurstofur og vatnamælingastofnanir standa að WMO. Ásamt þeim fylgjumst við með ástandi loftslagsins, og sjáum um þjónustu á ákveðnum sviðum, svo sem að vara tímanlega við veðurfars- og umhverfisvá og auka þekkingu og hæfni um allan heim til að safna eins góðri tölfræði og rýni og mögulegt er.

Við höfum horft upp á hitamet falla og metstyrk gastegunda í andrúmsloftinu, minnsta magn íss á Norðurskautinu, þiðnun jökla og hækkandi yfirborð sjávar.

Það er afar mikilvægt að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda, sérstaklega úr orkuverum, iðnaði og samgöngum. Þetta er afar brýnt ef takast á að milda loftslagsbreytingar og ná þeim takmörkum sem ákveðin voru í Parísarsamningnum um loftslagsbreytingar.

Til þess að hindra að hitastig í heiminum aukist um minna en 2 gráður á Celsius miðað við fyrir iðnbyltingu þarf að þrefalda aðgerðir. Og til að koma í veg fyrir hlýnun umfram 1.5 gráðu þarf að fimmfalda þær.“

Þetta eru tröllauknar áskoranir. En í viðtalinu lagði ég áherslu á að við getum ekki látið okkur stjórnast af angist, vegna þess að það liggja fyrir skynsamlegar lausnir sem byggjast á alþjóðlegum einhug á milli ríkisstjórna og borgaralegs samfélags.

Margar slíkar lausnir voru kynntar í þessari viku í skýrslu Alþjóðlegs ráðs um aðlögun (Global Commission on Adaptation) en ég sit í því ráði. Og kastljósi verður beint að þeim 23.september á Loftslagsaðgerðafundi leiðtoga aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna (Climate Action Summit), sem António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til. Markmið fundarins er að efla metnað og hraða viðleitni til að hrinda ákvæðum Parísarsamningsins í framkvæmd.

Ég er annar formanna ráðgjafahóps Loftslagsaðgerðafundarins en Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) samhæfir skýrslu þar sem teknar eru saman nýjustu vísindalegar upplýsingar um loftslagsmál.  Markmið þessarar viðleitni er að taka saman á gagnsæjan hátt áreiðanlegar vísindaniðurstöður sem hægt er að byggja aðgerðir á. Þar er undirstrikuð nauðsyn á loftslagsaðgerðum auk lausna til að greiða fyrir mildun og aðlögun.

Til þess að þessar lausnir verði að veruleika þarf „aðgerða-hreyfingu”, ekki „tal-hreyfingu”. Þetta er sameiginlegt markmið okkar.

Sjá heimasíðu WMO hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”