Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir fjallaði mikið um baráttuna við loftlagsvandan í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.
„Við höfum alltaf þurft að lesa skilaboð náttúrunnar og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um heim allan,“ sagði Katrín meðal annars.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var næstur upp í pontu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og talaði trekk í trekk um „sýndarpólítík“.
Einnig talaði Sigmundur um loflagsmál þar sem hann sagði:
„Þau eru vissulega stórt mál og mikilvægt, en þau eiga það sameiginlegt með öðrum málum sem vekja athygli, að þau sem tala mest um þau, nálgast þau oft á kolrangan hátt.“
Þessi ummæli Sigmundar verða að teljast ansi sérstök þegar hugsað er um hið umtalaða orkupakkamál, en þá var það einmitt flokkur Sigmundar, Miðflokkurinn sem talaði langmest allra flokka.
Sigmundur talaði einnig um valdaójafnvægi í ríkisstjórninni og gaf í skyn að Vinstri Grænir hefðu mikla stjórn á hinum ríkisstjórnarflokkunum.