Samkvæmt nýrri rannsókn Eurostat á verði á áfengi í bæði ESB og EFTA löndunum er Ísland sá staður hvar áfengi er dýrast. Kom í ljós að verð á áfengi hér á landi er meira en tvöfalt meira en meðaltalsverðið í Evrópu. Meðaltalið er reiknað sem 100% í Evrópu, en Ísland mælist með 267.6.
Næst kemur Noregur með 252.2, en áfengisskattar eru afar háir þar líkt og hér á landi, en í fjárlögum Íslands fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir skattahækkun á áfengi sem nemur 2.5 prósentum og tekur gildi um áramótin.
Þetta er í takt við fyrri kannanir, bæði á áfengi og annarri þjónustu hér á landi.
Sjá nánar: Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Sjá nánar: Gríðarlegur verðmunur á Reyka vodka á Íslandi og í Bandaríkjunum
Sjá nánar: Íslenskir bjórframleiðendur fullir gremju:„Mun flóknara að brugga góðan bjór en að búa til vín“
Ísland sker sig nokkuð úr frá öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við, líkt á sjá má á töflunni hér að neðan en ódýrasta áfengið fæst í Norður Makedóníu og Bosníu.
Land Prósent af meðalverði í Evrópu
Ísland – 267.6
Noregur – 252.2
Svíþjóð – 152
Bretlandi – 129
Danmörk – 124
Þýskaland – 88.5
Spánn- 84
Norður-Makedónía og Bosnía – 72