fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Eyjan

Forseti Indlands heimsækir Ísland

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku ásamt fylgdarliði. Gert er ráð fyrir að þau komi hingað á mánudag en haldi af landi brott miðvikudaginn 11. september.

Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum kl. 10:00 þriðjudaginn 10. september. Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum.

Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar.

Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Emmsjé Gauti ætlar ekki í pólitík – Sér sig ekki sem sameiningartákn

Emmsjé Gauti ætlar ekki í pólitík – Sér sig ekki sem sameiningartákn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB er tilbúið með rosalegan mótleik við tollum Trump

ESB er tilbúið með rosalegan mótleik við tollum Trump