fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Fær fleiri hamingjuóskir frá þingmönnum Samfylkingar en Sjálfstæðisflokks

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var skipuð dómsmálaráðherra í dag, en um það var tilkynnt síðdegis í gær. Hefur Áslaug hlotið fjölda hamingjuóska á samfélagsmiðlum, en athygli vekur að þegar þetta er skrifað, hafa aðeins tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskað Áslaugu til hamingju á Facebook, samkvæmt yfirferð Eyjunnar.

Það eru þær Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og Bryndís Haraldsdóttir sem samgleðjast Áslaugu Örnu, en þar við situr úr þingflokknum.

Enn meiri athygli vekur að þingmenn Samfylkingarinnar virðast keppast um að óska Áslaugu til hamingju á Facebook, það gera þau Logi Einarsson, formaður, Oddný G. Harðardóttir, varaformaður, Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur 16 þingmenn, en Samfylkingar sjö.

Hamingjuóskir Samfylkingafólks á samfélagsmiðlum eru svo margar og áberandi, að mörgum kratanum þykir orðið nóg um, ef marka má athugasemdakerfi Facebook, hvar þessu er fundið til foráttu.

Ljóst er að færslur á samfélagsmiðlum endurspegla ekki endilega raunveruleikann í þessum efnum, en niðurstaðan er samt athyglisverð, ekki síst þegar haft er til hliðsjónar að tillaga Bjarna um Áslaugu var samþykkt einróma innan þingflokksins sjálfs, þó svo ljóst sé að einhverjir töldu fram hjá sér gengið, líkt og Páll Magnússon viðurkenndi við Eyjuna fyrr í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð