fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Össur baunar á Pence: „Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, fjallar um heimsókn Mike Pence til Íslands í gær, í tengslum við þann misskilning sem varaforsetinn hélt á lofti um samstarf Íslands og Kína. Sagði hann að stjórnvöld hér á landi hefðu hafnað Belti & Braut samstarfinu við Kína, sem Guðlaugur Þór Þórðarsson og Katrín Jakobsdóttir sögðu bæði að væri misskilningur hjá Pence, ekki væri búið að taka málið fyrir.

Sterk tengsl við Kína

Í tíð Össurar voru stór skref stigin í auknum viðskiptum við Kína:

„Það er mikill misskilningur hjá varaforseta Bandaríkjanna að Íslendingar hafni samvinnu við Kínverja. Við höfum gert við þá ýmsa mjög merkilega samninga á þessum áratug. Merkastur var samningur um fríverslun Íslands og Kína. Evrópuþjóðir stóðu þá í röðum til að gera slíka samninga – og tókst ekki. Hann mun reynast Íslendingum mjög vel til langrar framtíðar. Fleiri samninga gerðu Íslendingar líka fyrir minna en áratug sem engar Evrópuþjóðir hafa leikið eftir.“

Sýndu Íslandi fingurinn

Össur rifjar upp viðbrögð Bandaríkjanna við hruninu á Íslandi og segir Kínverja hafa reynst mun betri félagi en stórveldið í vestri, sem ráðamenn hér á landi keppast við að lofa, á grundvelli gamallar og sögulega traustrar vináttu. Ekki fór mikið fyrir henni eftir hrunið, líkt og Össur nefnir:

„Mestu skiptir þó að Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu meðan Bandaríkjamenn gerðu ekkert. Þeir féllust á að gera við okkur gjaldmiðlaskiptasamninga á nákvæmlega sama tíma og Bandaríkjamenn höfnuðu að rétta okkur svo mikið sem litla fingurinn. Þvert á móti – einsog datt út úr ræfli mínum í umdeildu sjónvarpsviðtali – Bandaríkin sýndu okkur fingurinn! Þennan samning við Kína þurfti aldrei að virkja. Hann dugði nefnilega til þess að slíta breska Icesave-beislið af frændþjóðum, sem næst okkur standa, og fá loks marglofuð en seingreidd gjaldeyrislán.“

Össur nefnir einnig að Pence, sem er mikill áhugamaður um söguna, mætti lesa sér betur til um þetta tímabil:

„Bandaríkin eru vinaþjóð sem ber að virða, og sjálfsagt að taka á kurteisi á móti varaforseta þeirra. Hann má nota heimsóknina til að viðra allar sínar skoðanir – líka neikvæð viðhorf sín til Kína. Þá er hins vegar rétt að Íslendingar hafi í huga að Kínverjar réttu okkur hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Á sama tíma höfnuðu Bandaríkin hins vegar alfarið aðstoð við örsmáa vinaþjóð á heljarþröm. Stóð þó ágætur sendiherra þeirra hér á landi nánast grátandi á þröskuldi Hvíta hússins yfir örlögum Íslands og tómlæti valdsmanna sinna. Þegar Pence varaforseti hallar sólbrúnu höfði á kodda sinn í vélinni sem flytur hann yfir hafið í nótt gæti hann stytt sér stundir við að lesa um þetta í frægum leyniskjölum sem Wikileaks birtu. Þá er hins vegar hugsanlegt að honum yrði ekki svefnsamt.“

Hættulegur leikur

Ljóst að er að Bandaríkin og Kína renna hýru augu til Íslands gagnvart norðurslóðum, sem virðist ætla að verða grundvöllur hins nýja kalda stríðs. Íslensk stjórnvöld virðast ætla að reyna að halda tveimur af voldustu og stærstu herveldum heims góðum ef marka má viðbrögð ráðamanna í gær. Varnir Íslands verða áfram í höndum NATO og Bandaríkjanna, meðan stjórnvöld vilja ekki útiloka samvinnu við Kína, sem bjóða gull og græna skóga í formi innviðauppbyggingar. Ekki er víst að Bandaríkin sætti sig við hvað sem er í þeim efnum, líkt og Pence minntist á í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“