fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Morgunblaðið fagnar komu Pence: „Góður gestur boðinn velkominn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 10:06

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fagnar komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í skrifum sínum í dag. Pence þykir afar íhaldssamur og er hann afar um deildur fyrir skoðanir sínar, sem lúta sjaldnast lögmálum vísindanna, en Pence trúir til dæmis ekki á loftslagshlýnun af mannavöldum, telur samkynhneigð vera val fólks, sem snúa megi við með raflostmeðferð og þá hefur hann látið hafa eftir sér að hann trúi ekki að sígarettur séu skaðlegar heilsu fólks, og séu alls ekki banvænar.

Sjá nánar: Staðreyndamolar um Mike Pence:Segir samkynhneigð vera val, hnattræna hlýnun vera goðsögn og að reykingar séu ekki skaðlegar

Á þetta er hvergi minnst í leiðara Morgunblaðsins, sem fjallar um Pence sem „reyndan stjórnmálamann“ sem hafi komið víða við og sé „farsæll í starfi“.

Klúður eða ný viðbrögð ?

Þá minnist leiðarahöfundur einnig á Donald Trump Bandaríkjaforseta og upphlaup hans er hann falaðaðist eftir að kaupa Grænland á dögunum, líkt og um notaðan bíl væri að ræða. Töldu flestir með þekkingu á alþjóðasamskiptum að upphlaup Trump væri viðvaningslegt, og alls ekki sæmandi milliríkjasamskiptum valdamesta manns heims.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins sér málið frá öðrum sjónarhóli og nefnir að ummæli Trump hafi einfaldlega verið óumflýjanleg, og breyttar aðstæður hafi kallað á þau:

„Heimsókn Pompeos utanríkisráðherra og nú varaforsetans eru mjög jákvæð skref. Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar er hins vegar óskiljanlegur og mun vonandi ekki hafa mikil varanleg eftirköst. Ummæli Donalds Trumps forseta um Grænland, sem margir áhrifamenn í Danmörku líta á sem „wake up call“ eins og þeir orðuðu það, eru vísbendingar um um að nýjar aðstæður á nýjum tímum kalla á ný viðbrögð.“

Aukinn áhugi kalli á gull og græna skóga

„Bandaríkin eru mikilvægasta vinaríki Íslands og stendur sú vinátta á gömlum merg þegar horft er til síðari tíma sögu,“

skrifar leiðarahöfundur og er engu líkara en að þjóðhöfðingi haldi um penna, jafnvel fyrrverandi þjóðhöfðingi.

Leiðarahöfundur minnist á hinn mikla og óvænta áhuga Bandaríkjanna á Íslandi, eftir að þetta máttugasta herveldi heims hvarf af landi brott árið 2006, er þótti köld kveðja til Davíðs Oddssonar, sem reynt hafði allt í tíð sinni sem forsætis- og utanríkisráðherra að halda hernum á sínum stað og varð tíðrætt um vináttu sína við þáverandi Bandaríkjaforseta, og þann sterka grunn sem vinátta þjóðanna byggði á. En allt kom fyrir ekki.

Leiðarahöfundur nefnir að Bandaríkin gætu verið tilbúin til að bjóða gull og græna skóga til að koma sér betur fyrir hér á landi að nýju:

„Í kjölfar heimsóknar utanríkisráðherrans og nú varaforsetans hafa orðið nokkrar umræður um hvað kunni að fylgja þessum aukna áhuga. Hefur því verið haldið fram að Bandaríkjamenn muni viðra hugmyndir um hafnaraðstöðu hér í einni eða annarri mynd. Eins hefur verið nefnt að Bandaríkin kynnu að bjóða Íslandi gjaldeyrislínu sem gerði Íslendingum óþarft að halda utan um jafn burðugan gjaldeyrisforða og þeir gera nú með þeim kostnaði sem slíku fylgir. Vera má að þetta síðara sé nefnt í hérlendri umræðu vegna þess að Bandaríkin vildu ekki gera sambærilega samninga við Ísland og við önnur lönd á Norðurlöndum í aðdraganda hinnar alþjóðlegu bankakreppu. En á því eru þó ýmsar nærtækar skýringar. Þessi atriði og fleiri sem verið hafa í hinni lokuðu umræðu hefur Morgunblaðinu ekki tekist að fá staðfest með fullnægjandi hætti enn sem komið er. Hvað sem sannindum um slíkt líður er full ástæða til að fagna komu Mike Pence varaforseta til Íslands enda undirstrikar hún og treystir enn góða vináttu landanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?