fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Efnt til hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 17:30

Þarna mun ný byggð rísa á komandi árum. Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að halda hönnunarsamkeppnir um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði og Vogabyggð.

„Kraftmikil uppbygging nýrra hverfa í Reykjavík kallar á góða þjónustu við íbúa sem tímasett er í takti við hraða uppbyggingarinnar. Vandaður undirbúningur góðra skólabygginga felst m.a. í því að halda hönnunarsamkeppnir um mannvirkin,“

segir í tilkynningu.

Samkvæmt tillögunni verður umhverfis- og skipulagssviði falið að skilgreina keppnislýsingu og forsendur samkeppninnar í samráði skóla- og frístundasvið.

Ný hverfi munu byggjast upp á næstu misserum við Elliðaárvoga og í Skerjafirði. Í Vogabyggð er uppbygging þegar hafin og skipulagsvinna er langt komin fyrir fyrsta áfangann að nýju hverfi í Skerjafirði. Fjöldi nýrra íbúða mun rísa í þessum hverfishlutum sem kallar á uppbyggingu nýrra leik- og grunnskóla í báðum hverfum. Þannig er áætlað að um eða yfir 1.900 íbúðir muni verða byggðar í Vogabyggð og um 800 í Nýja Skerjafirði.

Fyrstu skrefin í undirbúningi að þessari uppbyggingu eru því sögð felast í því að framkvæma hönnunarsamkeppni um þessar nýju skóla byggingar í hverfunum. Samráð verður haft við Arkitektafélag Íslands um framkvæmd hönnunarsamkeppnanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð