fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Staðreyndamolar um Mike Pence: Segir samkynhneigð vera val, hnattræna hlýnun vera goðsögn og að reykingar séu ekki skaðlegar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 15:00

Mike Pence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna koma hingað til lands. Fyrir liggur að hann muni hitta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og snæða hádegisverð á Bessastöðum með fulltrúum allra þingflokka.

Mike Pence er afar umdeildur maður, þar sem skoðanir hans þykja ekki bara íhaldssamar, heldur hjákátlegar, þar sem þær styðjast ekki við vísindalegar staðreyndir.

Hér koma nokkrir staðreyndamolar um þennan umdeilda mann:

  • Fæddur 7.júní 1959 í Columbus Indiana
  • Ólst upp í kaþólskri trú
  • Gekk í Demókrataflokkinn á yngri árum og kaus Jimmy Carter í forsetakosningunum 1980
  • Fyrirmyndir hans voru John F. Kennedy og Martin Luther King
  • Heillaðist síðan af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
  • Giftist Karen konu sinni árið 1985
  • Kláraði lögfræðinám 1986
  • Byrjaði með vikulegan útvarpsþátt um stjórnmál árið 1988
  • Byrjaði í stjórnmálum 1999 og náði kjöri í fulltrúadeildina árið 2001 sem Repúblikani
  • Segir árið 1998 að reykingar drepi ekki og telur allar aðvaranir um að reykingar séu hættulegar, vera upphlaup (hysteria) sem þarfnist raunveruleikaskoðunar (reality check)
  • Árið 2001 segist Pence telja hnattræna hlýnun vera goðsögn (myth)
  • Sagðist árið 2002 aldrei snæða einn með annarri konu en eiginkonu sinni
  • Sagði árið 2006 að samkynhneigð pör leiddu til samfélagslegs hruns og að samkynhneigð væri val
  • Pence sagði að það væri Guðs vilji að koma í veg fyrir samkynja hjónabönd, og teldist ekki til mismununar
  • Komst á blað yfir mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikana árin 2008 og 2012
  • Varð ríkisstjóri Indiana árið 2013
  • Samþykkti umdeilda lagasetningu um endurreisn trúfrelsis sem nýtt voru af veitingahúsaeigendum til að neita samkynhneigðum og LGBTQIA fólki um þjónustu
  • Vildi að Bandaríkjaþing kæmi í veg fyrir að samkynhneigðir teldust til minnihlutahóps, þar sem minnihlutahópar séu verndaðir gegn mismunun með lögum
  • Kaus gegn lögum sem bönnuðu mismunun á fólki vegna kynhneigðar, á vinnustöðum
  • Karen, kona Pence, tilkynnti um að hún hygðist starfa sem kennari í afar íhaldssömum skóla, sem bannar þeim nemendum inngöngu er hafa tekið þátt í eða umborið ósiðlegt kynlíf, samkynhneigð eða tvíkynhneigð
  • Pence trúir ekki að loftslagsbreytingar séu að mestu leyti af mannavöldum
  • Studdi Ted Cruz í framboðsslag Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016, gegn Donald Trump
  • Fyrir utan Jesú Krist er Russell Kirk, höfundur bókarinnar The conservative mind helsti áhrifavaldurinn í lífi Pence
  • Pence hefur kosið með flestum tillögum á Bandaríkjaþingi sem styðja frjálsa verslun milli landa, þvert á skoðanir/aðgerðir Trump í embætti
  • Pence hefur ekki viljað svara því beint hvort hann trúi á þróunarkenninguna
  • Pence er andvígur stofnfrumurannsóknum
  • Pence studdi „Ekki spyrja, ekki segja frá“ stefnu George H. Bush Bandaríkjaforseta varðandi samkynhneigða í hernum
  • Pence skrifaði undir frumvarp sem ríkisstjóri, sem bannaði fóstureyðingar á grundvelli kynþáttar, kyns og fötlunar fósturs. Frumvarpið var síðar stöðvað af alríkisdómara
  • Pence studdi Íraksstríðið af miklum móð
  • Uppáhaldsbók Pence er Biblían
  • Uppáhalds fag Pence í skóla var saga
  • Sem ríkisstjóri Indiana reyndi Pence að koma í veg fyrir að flóttafólk frá Sýrlandi fengi þar griðastað. Honum varð ekki að ósk sinni
  • Sem ríkisstjóri studdi hann fjárveitingar til stofnana sem höfðu það að markmiði að „lækna“ eða vinna gegn, samkynhneigð með raflostsmeðferð

Heimildir:

RÚV: Hver er þessi Mike Pence?

Fact Retriever: 50 Little-Known Mike Pence Facts

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK