fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Sagnfræðiprófessor segir hugmynd Lilju afleita: „Aukið hillupláss kallar ekki á fleiri handrit“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í síðustu viku að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hefði falast eftir íslensku handritunum sem enn eru í Danmörku. Sagðist hún vongóð um að endurheimta mætti fleiri handrit, eftir fyrstu viðbrögð danskra yfirvalda, en vel á annað þúsund handrit eru enn á danskri grund.

Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, er sérfræðingur um handritin og hefur rannsakað þau og skrifað um þau. Hann segir þetta afleita hugmynd hjá Lilju og stjórnvöldum á Íslandi, þar sem rök og markmið skorti í hugmyndinni:

„Einu rökin sem hafa komið fram fyrir því að fleiri handrit verði „endurheimt“ frá Danmörku eða þeim „skilað“ eru að nú séu að hefjast framkvæmdir við Hús íslenskunnar í Reykjavík og að þar verði góð aðstaða til varðveislu, rannsókna og miðlunar. Það er fagnaðarefni að aðstaða hinnar íslensku stofnunar verði bætt en aukið hillupláss kallar ekki á fleiri handrit,“

segir Már við Morgunblaðið í dag.

Afleit hugmynd

Már telur góða sátt hafa ríkt hingað til, og vill ekki rugga bátnum:

„Einhverjum hefur samt dottið í hug að vert væri að leita á fyrri mið til aðfanga og rjúfa það samkomulag sem dönsk og íslensk stjórnvöld gerðu með sér árið 1961. Það er afleit hugmynd og fráleitt að víkja frá þeirri góðu sátt sem hefur ríkt um samninginn alla tíð. Áherslan á að vera á aukið samstarf en ekki deilur. Þetta orðalag, að koma heim, setur málið á upphafsreit, því hér væri komin sama krafa og lögð var fram af hálfu íslenskra stjórnvalda á 5. og 6. áratug síðustu aldar. Ekki er komið fram hver kröfugerðin verður, annað en að kominn er starfshópur fjögurra ráðuneyta og Árnastofnunar. Mér hefði þótt duga að læða því að dönskum stjórnvöldum hvort þau myndu ekki vilja gefa okkur fáein handrit þegar að því kemur að Hús íslenskunnar verður vígt. Þess í stað á að vaða í formlegt ferli með óljósan málflutning, bæði um ástæður og kröfur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK