Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Hann var aðstoðarmaður ráðherra þegar Lilja Alfreðsdóttir gegndi embætti utanríkisráðherra 2016-2017 og hefur hann einnig starfað í forsætisráðuneytinu. Hrannar var framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu. Undanfarin ár hefur Hrannar starfað sjálfstætt, m.a. við rekstrar- og almannatengslaráðgjöf.
Fyrir er Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.