fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Frosti kveður niður kenningar um næstu skref: „Það er fáránlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Alþingi samþykkti þriðja orkupakkann í gær er ljóst að möguleikum Orkunnar okkar og þeirra sem barist hafa gegn innleiðingu orkupakkans, fækkar hratt. Orkan okkar hefur skorað á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn og vilja fá skorið úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Undirskriftarlisti þess efnis telur nú um 4000 manns. Stjórnmálaskýrendur segja það þó langsótt að forsetinn verði við þeirri áskorun, enda liggi breið samstaða um málið fyrir á þinginu, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.

Í umræðum á Facebook hefur komið fram sú tilgáta að næsta baráttumál andstæðinga orkupakkans verði að berjast gegn sjálfum EES-samningnum, sem tók gildi hér árið 1994. Marinó G. Njálsson segir til dæmis í færslu í dag:

„Nokkrum mínútum eftir að niðurstaðan var ljós í atkvæðagreiðslunni um orkupakka 3, þá birtist bloggfærsla með fyrirsögninni „EES verður að víkja“ frá andstæðingum pakkans. Ég benti á það fyrr á árinu, að þetta myndi gerast. Varaði raunar við því, að andstaða (a.m.k. sumra) gegn orkupakkanum væri bara fyrsta skrefið í áhlaupi gegn EES-samningnum. Endalegt markmið væri uppsögn samningsins. Ég spurði raunar að því á vegg Frosta Sigurjónssonar hvort þetta væri markmiðið. Fékk ekki beint svar, bara að öllum brögðum yrði beitt. Nú skora ég á forsvarsmenn Orkunnar okkar, að koma hreint fram og svara hvort næsta skref hjá þeim verði barátta fyrir uppsögn EES-samningsins. Einnig skora ég á þingmenn Miðflokksins að svara sömu spurningu.“

Ekki komið til tals

Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, sagði við Eyjuna að það væri ekki á þeirra stefnuskrá að segja upp EES-samningnum og að samtökin hefðu aldrei talað fyrir slíku:

„Nei nei, það er ekki komið frá okkur. Það er fáránlegt. Orkan okkar er bara að berjast fyrir fullu forræði Íslendinga í orkumálum. Það hefur ekkert komið til tals að ræða neitt um EES samninginn, þó fólk geti haft ýmsar skoðanir á því máli. Enginn talsmaður á vegum Orkunnar okkar hefur talað um að berjast gegn EES-samningnum, ég hefði vitað af því. Þannig að það er ekkert á dagskrá,“

segir Frosti.

Hann nefndi hinsvegar að margir hafi áhyggjur af því að með því að ganga inn í orkubandalagið muni myndast vaxandi andstaða við EES-samninginn sjálfan, verði hann ástæða þess að Ísland fari inn í orkubandalagið:

„En við erum bara í þessu, að tala um þessa orkupakka og teljum það bara styrkleika EES-samningsins að ríki geti fengið undanþágur frá löggjöf sem þau telja sig ekki þurfa að innleiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“