Atkvæðagreiðslunni um þriðja orkupakkann fór fram á Alþingi í dag. Tillagan um þriðja orkupakkann var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13. þegar niðurstaðan lá ljós fyrir heyrðust hróp og köll af þingpöllum:
„Svikarar!“
Þingmenn gerðu margir grein fyrir atkvæði sínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar var í pontu þegar hróp voru gerð af þingpöllum:
„Þetta eru landráð!“ heyrðist kallað, en Þorgerður hækkaði róminn á móti og hélt áfram ræðu sinni.
Beindi þingforseti orðum sínum að gestum á þingpöllum, er hann bað þá um að hafa hljóð.
Var einum gesti vikið af þingpöllum.
Samtökin Orkan okkar standa fyrir mótmælum utan Alþingis, en samtökin afhentu þingforseta í morgun undirskriftarlista upp á tæplega 17 þúsund undirskriftir, þar sem skorað er á þingmenn að hafna innleiðingu orkupakkans.
Fylgjast má með útsendingunni frá vef Alþingis