fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Samtök atvinnulífsins: Hagtölur lýsa niðursveiflu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 17:00

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagvöxtur er áætlaður 0,3% á fyrri helmingi ársins og hefur ekki verið minni frá því efnahagslífið reis upp úr kreppunni fyrir tæpum áratug. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um hagvöxt á fyrri hluta ársins og Samtök atvinnulífsins fjalla um á vef sínum.

„Hagvöxtur er áætlaður 1,4% á 2. ársfjórðungi 2019 sem verður að teljast mikið í ljósi falls WOW Air, en á móti er áætlun um vöxt 1. fjórðungs lækkuð verulega.

Undirliðir landsframleiðslunnar á 2. ársfjórðungi bera merki mikillar aðlögunar í efnahagslífinu. Fjárfesting í heild dróst saman um 14% og munar þar mestu um 30% samdrátt fjárfestinga atvinnuveganna. Þá skilar utanríkisverslun jákvæðu framlagi til hagvaxtar vegna meiri samdráttar í innflutningi en í útflutningi.

Áhrif á næstu vaxtaákvörðun?
Athygli vekur að Hagstofan endurskoðar veruleg áætlun um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins, nú er gert ráð fyrir 0,9% samdrætti landsframleiðslu á fjórðungnum í stað 1,7% vaxtar áður. Óheppilegt er að svo mikil endurskoðun eigi sér stað í ljósi þess að áætlanir Hagstofunnar um hagvöxt hafa áhrif á ákvarðanir um hagstjórn en fyrr í vikunni ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að lækka vexti um 0,25%.

Seðlabankinn hefur þrívegis lækkað vexti á árinu um samtals eina prósentu. Meginvextir bankans eru nú 3,5%. Eftir síðustu vaxtaákvörðun hafa tveir mikilvægir hagvísar verið birtir sem peningastefnunefnd mun horfa til við næstu vaxtaákvörðun. Í fyrsta lagi báru verðbólgutölur í ágúst merki um lækkandi verðlag í mánuðinum, ef litið er fram hjá útsöluáhrifum, og engan verðbólguþrýsting mátti greina í undirliðum verðbólgunnar. Í öðru lagi staðfesta nýbirtar hagvaxtartölur Hagstofunnar að kólnun er hafin í íslensku efnahagslífi. Í ljósi þessa hlýtur spurningin ekki vera hvort heldur hversu mikið stýrivextir muni lækka á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar þann 2. október nk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu