fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Píratar opna bókhaldið – Taprekstur 2018

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársreikningur Pírata fyrir árið 2018 hefur loksins verið birtur, en Píratar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera ekki með opið bókhald síðustu ár. Unnar Þór Sæmundsson, gjaldkeri Pírata, greinir frá þessu á Facebook í dag:

„Jæja eftir svefnlausar nætur og þrotlausa vinnu þá er ársreikningur Pírata tilbúinn(reyndar fyrir nokkrum dögum). Það hefur varla farið framhjá neinum innan Pírata að bókhaldið okkar hefur ekki verið opið síðan árið 2016 og þá fyrir árið 2015. Þegar ég bauð mig fram til setu í framkvæmdarráði í lok árs 2018 þá var það eitt af mínum helstu áheyrslum að opna bókhaldið eins og lög félagsins gera ráð fyrir, ég verð að viðurkenna verkefnið var bæði stærra og flóknara en ég hefði getað ímyndað mér. En ég er mjög stoltur að tilkynna það hér að bókhald Pírata fyrir árið 2018 hefur verið opnað og er aðgengilegt í gegnum heimasíðu Pírata undir opið bókhald.“

Engin framlög fyrirtækja eða einstaklinga

Píratar fengu rúmar 70 milljónir í framlög á síðasta ári, en rekstrargjöld námu rúmum 83 milljónum. Tapið nam því um 12.5 milljónum.

Framlögin eru að langstærstum hluta styrkur ríkissjóðs til stjórnmálaflokkanna.

Skuldir flokksins nema um 22.5 milljónum í fyrra.

Píratar fengu enga styrki frá fyrirtækjum eða einstaklingum árin 2017-2018, samkvæmt ársreikningnum, sem nálgast má hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir