fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Katrín um Mike Pence: „Mér finnst þetta ekki relevant spurning sko“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 12:19

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra, segir að hún vilji ávallt uppfylla skyldur sínar, líkt og að hitta erlenda þjóðhöfðingja, sama hvort hún sé spennt fyrir slíkum heimsóknum eða ekki. Þetta kom fram í þættinum 21 á Hringbraut í gær.

Katrín tjáði sig um af hverju hún yrði fjarverandi þegar varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað til lands í næstu viku. Hún undrast að fólk telji það ekki mikilvægt að halda ræðu á þingi norrænu verkalýðshreyfingarinnar:

„Það liggur algerlega fyrir að ég er að fara að tala á þingi norrænu verkalýðshreyfingarinnar. Og mér finnst mjög merkilegt að sjá hvernig fólk talar um það, samband frímerkjasafnara var það kallað held ég. Og ég velti fyrir mér hversu mikinn skilning hefur fólk á því hver það er sem knýr samfélagið okkar áfram,  það er vinnandi fólk í þessum löndum. Ég var því hlessa á þessari gagnrýni því að sjálfsögðu finnst mér þetta mikilvægt og þetta er nokkuð sem ég tók að mér í maímánuði og eins og þú þekkir var þessi heimsókn Pence dagsett á öðrum dögum upphaflega og síðar færð til. En það hafa verið hugmyndir uppi um það að við gætum mögulega mæst í Keflavík,“

sagði Katrín í þættinum.

Vill alltaf uppfylla skyldur sínar

Aðspurð hvort henni þætti mikilvægt að hitta Pence, svaraði hún:

„Ég vil alltaf sinna þeim skyldum sem ég get að sinna fulltrúum erlendra ríkja. En þessi heimsókn var skipulögð af utanríkisráðuneytinu eins og hefur líka komið fram.“

Þá var Katrín spurð hvort hún væri kannski ekkert ofsalega spennt fyrir því að hitta Pence, en skoðanir hans á konum, samkynhneigðum og öðrum minnihlutahópum hafa verið harðlega gagnrýndar, bæði hér heima sem erlendis:

„Ég er, mér finnst þetta alls ekki snúast um það, mér finnst þetta ekki relevant spurning sko. Þetta eru bara mínar skyldur og hinsvegar eru þær margvíslegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK