Líflátshótanir sem Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hafa borist eru komnar í farveg hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Guðlaugur segist ýmsu vanur en átelur Fréttatímann fyrir frétt um meintan hagnað sinn og eiginkonu sinnar, verði af virkjanaáformum í Hólmsá, en í athugasemd við fréttinni á Facebookhóp birtust skilaboð sem túlka mátti sem beina hótun:
„Maður er ýmsu vanur en í þessu tilfelli er augljóst hver er ásetningurinn með þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun. Hins vegar er okkur ráðlagt að líflátshótanir beri að taka alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“
Hótanirnar eru í tengslum við þriðja orkupakkann, en atkvæðagreiðsla um innleiðingu OP3 fer fram á Alþingi næstkomandi mánudag. Fréttatíminn greindi frá því í gær að kona Guðlaugs, Ágústa Johnson, myndi hagnast verulega á virkjanaáformum í Hólmsá, en félag í hennar eigu á hlut í jörðinni Hemrumörk í Skaftárhreppi ásamt vatnsréttindum í ánni.
Segir Fréttatíminn að fari rafmagnsverð hækkandi, líkt og spáð hefur verið með tilkomu þriðja orkupakkans, þá muni miklir fjármunir, um 625 milljónir, renna í vasa utanríkisráðherra og konu hans á næstu 50 árum.
Fréttatíminn greinir hinsvegar ekki frá því að forsenda hækkunar rafmagnsverðs er, ef að héðan verði lagður sæstrengur, sem hvergi er kveðið á um í OP3.
Í athugasemdum við fréttinni eru ýmis orð látin falla um Guðlaug Þór og þar á meðal er eftirfararandi skrifað á Facebook:
„Hið óhjákvæmilega er að verði þessi svik framin, tökum við á þessu pakki með þeim öflugustu aðferðum sem við höfum…ÞAÐ ER SKYLDA OKKAR AÐ HREINSA ÓVÆRUNA!
- Hamar
- Nagli
- Timbur
- Gæðareipi
- Böðul
Þá er birt mynd af snöru með orðunum „Orkupakka-karma“
Sjá hér að neðan: