fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri Strætó vill að vagnarnir fái að keyra á móti umferð, á öfugum vegarhelmingi, á háannatíma

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 10:03

Samsett mynd- Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðarþunginn á morgnana og síðdegis í höfuðborginni er hvimleitt fyrirbæri og sífellt þrætuepli. Margir kannast við samfellda bílaröð frá Mosfellsbæ niður á Miklubraut, með tilheyrandi töfum fyrir Strætó, þrátt fyrir forgangsakreinar hans.

Framkvæmdastjóri Strætó, Jóhannes Rúnarson, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann vildi skoða þann möguleika að láta strætisvagna keyra á öfugum vegahelmingi á háannatíma:

„Við höfum auðvitað og margir aðrir, bent á lausnir að stundum er önnur akreinin í hina áttina laus. Það er auðvitað hlutur sem mér finnst að við ættum að skoða, hvort að hægt væri að nýta. Það er kannski flókið í útfærslu, að koma allt í einu með umferð á móti þeim sem eru að koma í hina áttina en við höfum séð þetta í útlöndum en það getur verið að þar séu umferðarmannvirki hönnuð aðeins öðruvísi. Þetta er alla vega hlutur sem mér finnst að við ættum að skoða.“

Erfitt í framkvæmd

Jóhannes minnist á að þetta geti verið flókið í framkvæmd, án þess að nefna mögulegar lausnir, til dæmis hvort hver strætisvagn þurfi lögreglufylgd með forgangsljósum, hvort látið verði nægja að mála sérstaka strætóakrein, eða hvort færanlegum, eða varanlegum vegriðum verði komið fyrir á akreinum.

Skemmst er að minnast þess þegar meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hleypti umferð upp Laugaveginn í sumar. Bílaumferð hafði ekki farið upp Laugaveginn í 87 ár, eða frá árinu 1932, en flækjustigið fyrir borgarbúa var aukið nokkuð með því að hleypa aðeins umferðinni upp Laugaveginn frá Klapparstíg og að Frakkastíg.

Afleiðingarnar voru þær að á hverjum degi aka því fjölmargir þvert gegn leyfilegri akstursstefnu á svæðinu, með tilheyrandi óþægindum, þrátt fyrir nokkuð ítarlegar merkingar.

Sem betur fer er umferðarhraðinn á Laugaveginum ekki mikill og því ekki vitað um alvarleg slys af þessum völdum. Hinsvegar er ljóst að umfangið og áhættan eykst töluvert ef strætisvagnar eiga að keyra gegn akstursstefnu á Miklubraut til dæmis og því eins gott að ökumenn hafi athyglisgáfuna í lagi ef af verður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð