fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Vilhjálmur krefst opinberrar rannsóknar: „Stórútgerðir hafa fengið að komast upp með það ár eftir ár“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugsið ykkur að stórútgerðir hafa fengið að komast upp með það ár eftir ár að greiða langtum lægra fiskverð á uppsjávarafla en t.d. Norðmenn greiða og munar hér gríðarlegum upphæðum,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á Facebook í dag.

Hann fjallar þar um fiskverð og hvernig útgerðin hafi komist upp með að ákveða verðið einhliða, sem leitt hafi til mikils taps fyrir bæði sjómenn sem og glötuðum skatttekjum hins opinbera, en hann segir allt að 6.5 milljarða hafa farið í súginn vegna þessa:

„Ég benti á í gær að ef útgerðin hér á Íslandi hefði greitt sama fiskverð og Norðmenn greiddu fyrir sínar makrílafurðir þá hefði aflaverðmætið frá árinu 2012 til 2018 ekki verið 30 milljarðar heldur 104 milljarðar og munar hér rétt tæpum 74 milljörðum á aflaverðmæti. Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld og sveitarstjórnarmenn átti sig á því að það er alls ekki bara verið að hafa fé af sjómönnum með því að stórútgerðir hafi komist átölulaust á ákveða nánast einhliða hvaða fiskverð þeir greiða. Heldur er einnig verið að hafa skatttekjur af ríki og sveitarfélögum sem nema milljörðum. En mér reiknast til að ríkissjóður og sveitarfélög hafi orðið af um 6,5 milljörðum í skatttekjur frá árinu 2012 til 2018 vegna þess að útgerðin greiðir langt um lægra verð en Norðmenn gera. Eru þessar upphæðir fyrir utan tekjutap sem hafnarsjóðir verða fyrir því hafnargjöld reiknast út frá aflaverðmæti.“

Hann nefnir að í fyrra hafi munað 15.2 milljörðum á aflaverðmæti á makríl, ef stórútgerð hefði greitt sama verð fyrir makríl og gert var í Noregi:

„Þetta þýðir að haft var af sjómönnum á uppsjávarskipum tæpa 3 milljarða í laun og skatttekjur til ríkis- og sveitarfélaga sem nema um 1,3 milljörðum.“

Krefst rannsóknar

Vilhjálmur segir að ekki megi láta útgerðina komast upp með þetta:

„Ég skora á alla sjómenn að taka nú höndum saman og segja öllum „verðsamningum“ upp enda ekki hægt að láta stórútgerðina hafa fé af sjómönnum og ríki og sveitarfélögum með þessum hætti. Ég reyndar skil ekki hvar stjórnvöld og sveitarstjórnarmenn eru að hugsa að láta útgerðina komast upp með þetta og því ítreka ég að stjórnvöld eiga að hefja opinbera rannsókn af óháðum aðilum sem rannsaka verðlagningu á uppsjávarafla ekki bara makríl, heldur einnig á loðnu og síld.“

 

Glæran hér að neðan sýnir verðmun á makríl milli Noregis og Íslands á árinu 2018.

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur borið saman verð á makríl sem landað er í Noregi saman við verð sem greitt er á Íslandi samkvæmt Vilhjálmir sem vekur athygli á að hér er verið að bera saman fiskverð hjá stórútgerðum þar sem vinnsla og veiðar eru alfarið á sömu hendi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?