fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Soffía hvetur fólk til að grannskoða greiðslukröfur: „Passið að þið lendið ekki í þessu!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja stelpur, nú langar mig til að vara ykkur smá við!“ Þannig hefst færsla Soffíu Sólveigar Halldórsdóttur í Facebookhópnum Góða systir, þar sem hún lýsir samskiptum sínum við Tryggingastofnun ríkisins eftir að henni barst krafa vegna fæðingarorlofs:

„Þannig er mál með vexti að ég er öryrki og fæ greiddar bætur frá TR í hverjum mánuði. Í gær fékk ég leiðréttingu eins og margir aðrir, út af lagabreytingu, sem nær afturvirkt til byrjun þessa árs. Þegar ég var að skoða upplýsingarnar frá TR sé ég að það var tekið af leiðréttingunni hjá mér upp í einhverja kröfu sem þeir höfðu stofnað á hendur mér (s.s. að ég skuldi þeim pening). Ég hef aldrei áður lent í því að skulda þeim og ákvað því að hafa samband til að athuga hvers vegna þessi krafa hafði myndast. Þá kom í ljós að ég hafði greinilega ekki látið vita af fæðingarstyrk (eins og fæðingarorlof fyrir öryrkja) sem ég fékk í vor (my mistake), sem er víst talinn til tekna (ha?).“

Soffíu fannst upphæðin á kröfunni grunsamleg, því hún hafði fengið þrívegis greitt frá fæðingarorlofssjóði, um 47 þúsund krónur í hvert skipti, en krafan var upp á tæpar 100 þúsund krónur:

„Svo ég spurði auðvitað hvað þeir voru að miða kröfuna við og fæ ég það svar að skv. þeim upplýsingum sem þeir hafa, þá á ég að hafa fengið tæplega 450.000 kr fyrir skatt frá fæðingarorlofssjóð! Ég hringdi því í fæðingarorlofssjóð og nei nei, ég fékk tæpar 225.000 kr í heildina frá þeim fyrir skatt. Ég hringi aftur í TR og þeir segja mér að upplýsingarnar komi frá ríkisskattstjóra, svo ég hringi þangað, og nei, þeir eru líka með 225.000 kr hjá sér, eins og fæðingarorlofssjóður. Það lítur því út fyrir að TR hafi einfaldlega tvöfaldað þessa upphæð hjá sér og ætlar að rukka mig samkvæmt því.“

Soffía lýsir því að hún hafi sent TR tölvupóst með yfirliti yfir staðgreiðslum frá ríkisskattstjóra, til sönnunar um að upphæðin væri í raun helmingi minni en þeir hefðu á sínu borði. Hefur hún krafist þess að þetta verði leiðrétt, en ítrekar að allir greiðsluseðlar séu skoðaðir vel áður en þeir séu greiddir í blindni:

„Stelpur, þið skuluð ALLTAF athuga ALLAR kröfur sem þið eruð ekki öruggar með! Passið að þið lendið ekki í þessu! Fylgist með því að allar upplýsingar séu réttar, svo ekki sé verið að krefja ykkur um eitthvað sem þið ekki eigið að vera að borga! -Ein sem er búin að standa í miklu veseni í morgun…“

Vill ítarlegri upplýsingar um kröfur

Soffía sagði í samtali við Eyjuna að hún væri ekki að taka TR sérstaklega fyrir, heldur væri þetta gagnrýni á kerfið og hversu litlar upplýsingar almenningur fengi um kröfur sem stofnaðar væru á hendur þeim:

„Það er alveg sama hvort um sé að ræða TR eða aðra stofnun, það geta alltaf mistök átt sér stað, bæði mannleg og í kerfunum hjá þessum aðilum, sem geta valdið því að rangar kröfur eru sendar út. En ef við fylgjumst ekki með þessu sjálf, þá fer þetta bara í gegn. Til þess að fá ítarlegar upplýsingar um kröfuna, til dæmis hvers vegna hún væri stofnuð, hver heildarupphæðin væri og hvaða upplýsingar TR hafði til grundvallar, þurfti ég að hafa samband við þá, þar sem ég fékk enga tilkynningu, né sundurliðun um þessa kröfu og hef enn ekki fengið,“

segir Soffía sem hvetur almenning til að hafa augun hjá sér:

„Það sem ég var að reyna að koma á framfæri með þessum pósti var að hvetja fólk til að skoða allar kröfur sem það fær. Ef maður veit ekki upp á hár fyrir hvað maður er að borga og af hverju, þá er lítið mál að hringja í viðkomandi stofnun og bara fá upplýsingar. Ef krafan á svo alveg rétt á sér, þá er það ekkert mál, maður er að minnsta kosti búinn að fá skýringar á henni. Ég vil allavega að það komi fram að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru eflaust einföld mistök og að það sé ekki verið að reyna að svindla á mér neitt. Maður þarf bara að passa sig að skoða allt, og fylgja því eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu