fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Oddný útilokar ekki að mótmæla Pence á Bessastöðum: „Mér dettur ekki í hug að skrópa“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Koma Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands, hefur verið mikið í fréttum. Ekki liggur ennþá fyrir hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni hitta hann, en það fer eftir því hvort Pence framlengi dvöl sína hér, eða ekki.

Það sem er þó vitað er að Pence mun snæða hádegisverð að Bessastöðum í boði Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, ásamt fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi.

Ætlar að ræða við Pence

Fulltrúi Samfylkingarinnar verður Oddný G. Harðardóttir, en óhætt er að segja að skoðanir Pence séu eins langt frá stefnu Samfylkingarinnar eins og hægt er.

Eyjan spurði Oddnýju hvort hún hygðist koma fram einhverjum skilaboðum til Pence í hádegisverðinum:

„Ég veit ekkert hvaða tækifæri ég hef, en ef ég hef tækifæri til þess að ræða við hann um loftslagsmál og mannréttindamál þá geri ég það. En þetta er bara stuttur hádegisverður,“

sagði Oddný í dag.

Margir töldu Katrínu Jakobsdóttur vera að senda Pence skilaboð með fjarveru sinni og hlaut hún nokkra gagnrýni fyrir að nýta ekki tækifærið til að segja honum og stefnu Bandaríkjanna til syndanna, meðan að tækifærið gæfist.

Oddný segist ekki ætla sniðganga hádegisverðinn í mótmælaskyni,

„Nei, ég held að það sé afar mikilvægt að tala við áhrifamenn frá öðrum þjóðum sem eru okkur ekki sammála. Það er mjög mikilvægt og mér dettur ekki í hug að skrópa, ég vil gjarnan tala við hann. En ég veit auðvitað ekkert hvort og hvaða tækifæri gefst á að tala við hann,“

sagði Oddný.

Hádegisverðurinn verður þann 4. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“