fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Ekki hægt að kaupa árskort hjá Strætó – Pöntun fyrirfórst hjá Vörumerkingu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 13:53

Strætó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að kaupa árskort í Strætó, þar sem engin árskort eru til. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, vekur athygli á þessu á Facebook í dag. Hann lýsir því að hann hafi ásamt konu sinni reynt að kaupa tvö árskort í Strætó, en það hafi ekki verið hægt, þar sem engin plastkort hafi verið til.

„Strætó – Bezta leiðin? Við hjónin ákváðum að styðja tvö ungmenni og kaupa fyrir þau árskort í Strætó. Það er því miður ekki hægt núna. Hvers vegna? Það eru ekki til plastkort til að prenta á……. ? Gerum aðra tilraun í næstu viku. Á meðan leyfum við okkur að setja spurningamerki aftan við slagorð Strætó hér ofar.“

Kemur á versta tíma

Samkvæmt starfsmanni  Strætó kemur þetta sér ákaflega illa, enda skólarnir að fara í gang og jafnan mikil sala á þessum árstíma. Samkvæmt Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, fyrirfórst pöntun frá því í sumar við Vörumerkingu, sem býr til kortin:

„Við pöntuðum þetta snemma í sumar, en pöntunin hefur farið forgörðum. Við höfum hinsvegar boðið árskortakaupendum að fá aðgang að Strætó í gegnum símann sinn með Strætóappinu, þangað til að kortin verða tilbúin,“

sagði Guðmundur við Eyjuna.

Um 3000 kort voru pöntuð fyrr í sumar hjá Vörumerkingu, en þau hafa ekki skilað sér. Vonast er til að málið skýrist í dag eða á morgun.

Milli 100 og 200 árskort eru seld daglega alla jafnan á þessum árstíma og er verðið á þeim frá 9000 krónum upp í 74.800 krónur, allt eftir aldri og afsláttarkjörum.

Vilja ekki tjá sig um málið

Eyjan hafði samband við Vörumerkingu og náði tali af Brynjari Viggósyni, framkvæmdastjóra sölusviðs. Hann neitaði hinsvegar að gefa skýringar á kortaleysinu og bar við trúnaði við Strætó.

Aukning farþega

Strætó gaf út hálfsársuppgjör sitt á dögunum, þar sem fram kom að töluverð fjölgun hefði orðið á kúnnahópnum frá því á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 400 þúsund manns.

Að sami skapi voru tekjur af fargj-öldum um 9 prósent hærri fyrstu sex mánuði ársins 2019 en á sama tíma í fyrra, eða um 948 milljónir króna, sem er um 28% af heildarrekstrarkostnaði Strætó.

Tapið nam tæpum 110 milljónum króna, eða um10 milljónum minna en á síðasta ári.

 

Sjá einnig: Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda