fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ágúst Ólafur nefnir níu ástæður þess að hækka þurfi skatta á auðmenn- „Hafa vel efni á því“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefnir níu ástæður fyrir því af hverju hækka beri skatta á íslenska auðmenn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir auðmenn fámennan hóp sem hafi vel efni á að greiða meira til samfélagsins en aðrir:

„Stjórnmálamenn eiga ekki að forðast að tala um skatta. Og við eigum ekki að forðast að segja að það þarf að hækka skatta á íslenska auðmenn (sem er mjög lítill og þröngur hópur Íslendinga sem á mikið af eignum og peningum). En af hverju eigum við að gera það?“

Svo virðist sem Ágúst Ólafur vilji hækka fjármagnstekjuskattinn og endurvekja auðlegðarskattinn. Þá virðist sem hann vilji einnig hækka veiðileyfagjöldin og skattleggja ríkisforstjóra, bankastjóra, og bæjarstjóra sérstaklega, sem allir hafi of há laun að mati Ágústs Ólafs, en hann sjálfur er með rúmlega 1.1 milljón á mánuði:

  1. Við þurfum þess, til að verja og styrkja opinbera þjónustu í landinu, hvort sem það eru sjúkrahúsin (sem eru rekin með halla), skólana (sem sárlega vantar fjármagn), samgöngur (sem hafa lengi verið vanræktar), hjúkrunarheimilin (sem hafa jafnvel talað um að skerða gæði matar á sunnudögum og jólum vegna fjárskorts), bætur aldraða og öryrkja (sem eru skammarlega lágar) o.s.frv. Nú er hafinn samdráttur í hagkerfinu en við það lækka tekjur ríkisins mikið og hratt. Skattfé vex ekki trjánum eins og sumir halda, heldur verður það til hjá fólki og fyrirtækjum í landinu. Og ef við ætlum að fjármagna opinbera þjónustu sem allir njóta góðs af (ekki síst millistéttin sem flestir lesendur hér tilheyra) þarf að afla peninga.

  2. Auðmenn hafa vel efni á því að greiða meira til samfélagsins. 0,1% ríkustu Íslendinganna eru með 3 milljónir í tekjur á viku (á viku!). Um 1% ríkustu landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna (sem þú, kæri lesandi líklega tilheyrir). Ríkustu 5%-in á næstum jafnmikið og það sem restin af landsmönnum (95%-in) eiga. Ekki er langt síðan einn útgerðarmaður gekk út með 22 þúsund milljónir króna í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

  3. Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Takið eftir að auðmenn á Íslandi hagnast fyrst og fremst á fjármagnstekjum. Til viðbótar stefnir þessi ríkisstjórn enn á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti með því leyfa þeim að draga verðbólguna frá skattstofni sínum.

  4. Auðlegðarskattur var lagður af á Íslandi þrátt fyrir mikinn eignaójöfnuð hér á landi (ólíkt því sem margir halda).

  5. Af öllum þjóðum heims voru Íslendingar hlutfallslega flestir í Panamaskjölunum (sem nota bene voru upplýsingar um skattaundanskot bara frá einni lögmannastofu í einu landi).

  6. Vissir bæjarstjórar (Garðabær og Kópavogur) eru á hærri launum en borgarstjórar New York og London.

  7. Forstjórar hefðbundinna íslenskra kauphallarfyrirtækja eru með 1-2 milljónir í laun, á viku! Bankastjóri Arion gengur út með 150 milljónir við starfslok sín.

  8. Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hafa hækkað um 40% á tæpum 2 árum (Isavia og Íslandspóstur). Bankastjórar ríkisbankanna tveggja eru með tæpa milljón á viku (!) og hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans um 82%, laun forstjóra Landsvirkjunar um 63% og laun forstjóra Landsnets um 67% á tæpum 2 árum.

  9. Eitt það fyrsta sem þessi blessaða ríkisstjórn gerði var að lækka veiðileyfagjöldin (sem veita aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar) svo mikið að þau eru núna litlu hærri en tóbaksgjaldið.

Tekjublað DV kom út á dögunum, þar sem sjá má tekjur yfir 2300 Íslendinga fyrir árið 2018.

Fyrir þá sem ekki náðu sér í eintak má nálgast fréttir úr blaðinu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK