fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Líf leiðréttir kjötmisskilninginn: „Ég skal bara taka þessa handvömm á mig“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 15:52

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það stendur ekki til að úthýsa kjöti úr mötuneytum borgarinnar. Hvorki leynt né ljóst.“ Þetta skrifar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG á Facebook í dag. Tilefnið er frétt Vísis upp úr færslu hennar frá því í gær, hvar hún lýsti þeirri skoðun sinni um að minnka bæri, eða afnema með öllu, kjötframboð í mötuneytum borgarinnar og auka grænmetisfæði.

Sagði Líf að meirihluti borgarstjórnar væri samstíga í þessari afstöðu hennar:

„Við ættum að draga verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar. Ég held að langflestir sem kynni sér þessi mál sjái að þetta er bæði skynsamlegt og hollt og gott til framtíðar. Ég er líka ánægð að við í meirihlutanum eru samstíga í þessum pælingum.“

Samstíga meirihluti orðinn ósamstíga

Í færslu sinni í dag, sem Líf segir að sé leiðrétting á rangfærslum í frétt Vísis, virðist sem að meirihlutinn hafi skyndilega orðið ósamstíga um málið:

„Meirihlutinn er ekki samstíga um það – sem ranglega er haldið fram – að taka allt kjöt úr mötuneytum. Hann er hins vegar samstíga um að koma Matarstefnu Reykjavíkur til framkvæmda og skoða alla þætti í rekstri borgarinnar í ljósi loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hann er samstíga í því að auka val og auka frelsi fólks í borginni og að því sögðu má m.a. nefna það að auka grænmetis- og grænkerafæði,“

segir Líf í dag og deilir frétt Vísis, þar sem Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður FESK (Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda) viðrar áhyggjur sínar um málið ef af verði, en bændur hafa lýst andstöðu sinni við slíkar fyrirætlanir, enda stórt hagsmunamál ef þær 23 þúsund daglegu máltíðir á vegum Reykjavíkurborgar, innihéldu ekkert kjöt.

Líf viðurkennir síðan að skoðanir sínar um kjötleysi séu einnig umdeildar innan meirihlutans.

Viðurkennir handvömm sína

Blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar Grétarsson, svarar þessari „leiðréttingu“ í athugasemdarkerfinu hjá Líf og bendir henni á að hún hafi sjálf sagt að meirihlutinn væri samstíga í fyrri færslu sinni og til þess væri vísað í fréttinni:

„Nú hefur það greinilega gerst að viðbrögðin við þessum orðum þínum eru ekki í samræmi við væntingar. Þá er um að gera að skella skuldinni bara á blaðamanninn.“

Þessu svarar Líf til að hún hefði kannski mátt orða hlutina öðruvísi:

„Svona svona – nú er ég að leiðrétta en ekki skella skuldinni á blaðamann. Þú hefðir líka getað hringt í mig. Það sér hver maður að það er nokkuð langt seilst að segja að meirihlutinn sé til í að úthýsa kjöti. Ekki satt?  En kannski hefði ég betur átt að orða hlutina og segja – samstíga um að auka grænmetisfæði. Ég skal bara taka þessa handvömm á mig og þetta leiðréttist hér með.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK