fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Icelandair reynir að forða MAX vélunum úr landi – Ljóst að tapið verður meira en 19 milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 08:53

MAX vélar Icelandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skoðun er að flytja Boeing 737- MAX vélarnar sem kyrrsettar eru í Keflavík, úr landi. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, er Ísland óheppilegur geymslustaður vegna veðurs, en ekki stendur til að nota þær fyrr en eftir áramót. Fréttablaðið greinir frá.

Ef til þessa kæmi að flytja vélarnar, þarf leyfi frá flugmálayfirvöldum. Ekki liggur fyrir hvert vélarnar yrðu fluttar, en ljóst er að þær þyrftu að fara á veðursælli stað:

„Þetta er í skoðun og er búið að vera á teikniborðinu í talsverðan tíma. Það hefur ekkert verið að gerast í ferlinu í heild sinni sem hefur einhver áhrif á þetta. Ákvörðun um þetta mun væntanlega liggja fyrir fljótlega,“

segir Bogi við Fréttablaðið.

Vélarnar voru kyrrsettar í mars og blasa við hverjum þeim sem keyra framhjá Ásbrú. Hefur kyrrsetningin reynst Icelandair illa, en samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs nam tapið um 19 milljörðum króna, miðað við að þær verði teknar í notkun í nóvember.

Nú er ljóst að svo verður ekki og mun tapið því aukast enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra