fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Davíð um undirskriftasöfnunina: „You can’t make this shit up“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, hyggst ekki skila inn undirskriftarlistum þeirra sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, til miðstjórnar flokksins, fyrr en að málið verður tekið fyrir á Alþingi þann 2. september.

„Ég sé enga ástæðu til að hætta und­ir­skrift­um fyrr en málið er úr sög­unni. Ég veit ekki hversu marg­ar und­ir­skrift­ir þetta verða og það er ekki víst að þær nái 5.000 en það er í öllu falli tals­vert aðhald fólgið í því að fá und­ir­skrift­ir þúsunda flokks­manna,“

seg­ir Jón Kári við mbl.is.

Samkvæmt reglum flokksins getur landsfundur, flokksráð eða miðstjórn haldið ráðgefandi atkvæðagreiðslu ef 5000 undirskriftir safnast um tiltekið málefni, þar af 300 úr hverju kjördæmi.

Hann nefnir einnig að þetta sé gert með tilliti til þess að samkvæmt fundi í Valhöll var ákveðið að undirskriftirnar yrðu ekki teknar til greina heldur aðeins hafðar til hliðsjónar og því sjái hann enga ástæðu til að hætta nú, en upphaflega var gert ráð fyrir að henni lyki í gær:

„Það skiptir máli ef þúsundir flokksmanna senda þau skilaboð að þeir vilji fá að kjósa um málið. En það þyngist sífellt brúnin á þeim flokksmönnum sem eru á móti þessu. Þetta er ekki búið mál,“

segir Jón við RÚV, en hann vill ekki gefa upp hversu margar undirskriftir hafi náðst.

Sjá einnig: Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum safnar undirskriftum gegn þriðja orkupakkanum – „Þetta er ekki gert til höfuðs forystu flokksins“

Segir málið með ólíkindum

Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, finnst undirskriftasöfnunin með ólíkindum, en hann er stuðningsmaður þriðja orkupakkans.

Hann gagnrýnir að ekki sé gefið upp um fjöldann á þeim undirskriftum sem hafi þegar safnast:

Hann segir á Twitter:

„Menn sem kalla eftir beinu lýðræði, því niðurstaða þeirra sem við höfum kosið sem okkar fulltrúa hentar þeim ekki, safna persónuupplýsingum um fólk og neita að gefa upp hvernig það gengur. You can’t make this shit up.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK