fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Kynbundinn launamunur horfinn úr Hafnarfjarðarbæ

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:30

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar sýna áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 2%, körlum í hag og hefur þannig minnkað um 2,8% frá því að sveitarfélagið fékk jafnlaunavottun fyrir tveimur árum síðan, samkvæmt tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Viðhaldsvottun, sem framkvæmd var nú í ágúst af BSI á Íslandi, faggildum vottunaraðila, leiðir í ljós 1,4% minni frávik en mældist í síðustu úttekt í desember 2018. Í ágúst 2017 var frávikið 4,8%, karlmönnum í hag, í desember 2018 3,4% en mælist nú, eftir að mælingar fóru af stað, í sögulegu lágmarki eða 2%.

Jafnframt kemur fram í niðurstöðunum að engan óútskýrðan launamun sé lengur að finna í störfum sveitarfélagsins. Niðurstöður viðhaldsvottunar BSI á Íslandi staðfesta að sveitarfélagið uppfyllir áfram þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og jafnlaunamerkið frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017.

Afrakstur samstarfs og markvissra aðgerða

Sveitarfélagið starfar samkvæmt jafnréttis- og mannréttindastefnu sem samþykkt var í febrúar 2017 og jafnréttisáætlun sem er aðgerðaáætlun í jafnréttismálum, unnin er til fjögurra ára í senn.

„Við höfum tekið jafnlaunavinnu okkar mjög alvarlega og afraksturinn hefur ekki látið á sér standa. Óútskýrður launamunur heyrir nú sögunni til og þróun í kynbundnum launamun í þessu langtímaverkefni mjög jákvæð á stuttum tíma. Árangurinn er afrakstur vinnu stjórnenda sveitarfélagsins og hefur verið einhugur innan hópsins að ná þessu markmiði,“

segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem er að vonum stolt af árangrinum og ánægð með niðurstöður úttektarinnar.

Síðustu mánuði og ár hefur mikil vinna átt sér stað í jafnlaunakerfinu segir Rósa og ráðist var í aðgerðir sem voru mótaðar og markaðar milli úttekta.

„Jafnlaunakerfið veitir stjórnendum skýra sýn á launagreiningar, úrbótaverkefni, eftirfylgni með aðgerðum og staðfestingu þess að settri jafnréttisstefnu sé fylgt eftir. Samhliða hafa ákveðnar skipulagsbreytingar verið gerðar sem styðja eiga við framtíðaruppbyggingu jafnlaunakerfisins og ráðinn mannauðsfulltrúi til að styðja við málaflokkinn. Framundan er áframhaldandi vinna við yfirferð á starfaflokkun og rýni starfslýsinga ásamt því að gera aðgengi að upplýsingum betra,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda