fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Hlynur leikstjóri byggir upp miðstöð skapandi lista og kvikmynda á Höfn í Hornafirði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar skrifaði undir leigusamning um Stekkaklett við Hlyn Pálmason í dag. Hlynur er leikstjóri myndarinnar „Hvítur, hvítur dagur“ og ólst upp á Höfn, hvar myndin er að mestu tekin upp. Hann er einnig leikstjóri Vetrarbræðra, sem notið hefur velgengni og hylli erlendis og unnið til fjölda verðlauna. Þá hefur Hlynur einnig fengist við listmálun. Hlynur hefur verið búsettur í Danmörku, en fluttist aftur heim við gerð myndarinnar.

„Metnaðarfull áform Hlyns um að byggja upp skapandi miðstöð lista og kvikmynda með undirbúnings- og eftirvinnslustúdíói hafa alla burði til að styrkja atvinnu- og menningarlíf í sveitarfélaginu auk þeirra námstækifæra sem verkefnið býður uppá fyrir íbúa sveitarfélagsins,“

segir í tilkynningu.

Í október 2018 var auglýst eftir tillögum um nýtingu og framtíðaráform fyrir Stekkaklett þar sem óskað var eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga á uppbyggingu og starfsemi á lóðinni.

Stekkaklettur

Húsið var byggt í upphafi sem fjarskiptastöð og er skráð þremur matshlutum sem eru samtals 155,9 m2.  Lóðarstærðin er 11.550 m2 samkvæmt teikningu.

Tillaga Hlyns Pálmasonar var valin þar sem hún þótti uppfylla allar kröfur auglýsingarinnar og þótti fela í sér nýnæmi og menningartengsl fyrir samfélagið.

„Undirskrift samnings á sama tíma og kvikmyndin „Hvítur hvítur dagur“ er forsýnd á heimavelli er mjög ánægjuleg og tengist hún Stekkakletti svo sterkt. Myndin hefur hlotið mikla velgengni um heim allan og samhliða hefur Hlynur Pálmason öðlast virðingu sem einn af hæfileikaríkustu ungu listamönnum Skandinavíu. Mun það án efa styrkja verkefnið við Stekkaklett.“

„Hvítur hvítur dagur“ verður forsýnd á Hornafirði á sunnudag þangað sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi