fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Vigdís vill aðkomu ÖSE og hert kosningaeftirlit til að tryggja „frjálsar og lýðræðislegar kosningar“ í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 13:30

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fer fram á það við dómsmálaráðuneytið að kosningalögum verði breytt og að kosningaeftirliti verði komið á í næstu borgarstjórnarkosningum og að ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, verði gert viðvart. Fer hún fram á þetta í bókun sinni á fundi borgarráðs í dag.

Tilefnið er úrskurður dómsmálaráðuneytisins um að taka kæru hennar vegna síðustu borgarstjórnarkosninga ekki til meðferðar vegna lagatæknilegra atriða:

„Er því beint til dómsmálaráðuneytisins ásamt því að kosningaeftirliti verði komið á í næstu borgarstjórnarkosningum og hvatt er til þess að ráðuneytið geri Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE viðvart. Kosningaeftirlitinu er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar.“

Breyta þurfi kosningalögum

Vigdís segir meirihluta borgarstjórnar rúinn trausti og að vill breyta kosningalögum á þann veg að hægt verði að ógilda úrslit þeirra eftir að sjö daga kærufrestur er liðinn, en til hans var vísað í niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins:

„Alvarlegar athugasemdir dómsmálaráðuneytisins, Póst- og fjarskiptastofnunar og Persónuverndar sem bárust borgaryfirvöldum fyrir kosningar undirstrika alvarleika málsins. Þær voru að engu hafðar og sífellt fundnar nýjar hjáleiðir til að hrinda verkefninu í framkvæmd og var því um einbeittan ásetning að ræða að snerta við þessum hópum. Persónuvernd sem er eftirlits- og undirstofnun dómsmálaráðuneytisins úrskurðaði um lögbrot á persónuverndarlögum. Meirihlutinn er rúinn trausti og situr á valdastólum á grunni vafans um hvernig úrslit kosninganna væru hefði ekki verið farið í ólöglegar snertingar við kjósendur. Ljóst er að breyta þarf lögum á þann hátt að hægt sé að ógilda kosningar komist upp um kosningasvindl eftir sjö daga kærufrest laganna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka