fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Gleymd heimildamynd um Sambandið vekur upp samsæriskenningar um þöggun- „Paranojd bull“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kunni gagnrýnandi Jón Viðar Jónsson, ýjar að því á Facebooksíðu sinni í dag að heimildamynd um Samband Íslenskra Samvinnufélaga (SÍS), sem aðeins var sýnd einu sinni á Stöð 2 fyrir 20 árum síðan, hafi verið stungið undir stól og að RÚV hafi verið neitað um að fá hana til sýninga frá Stöð 2 og hafi þáverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, Páll Baldvinsson þar ráðið för. Segir Jón Viðar að hann hafi þetta frá höfundi myndarinnar, Viðari Víkingssyni:

„Nú upplýsir höfundur myndarinnar mig um það að myndin hafi aðeins verið sýnd einu sinni á Stöð 2 fyrir tuttugu árum. Hún hafi verið sett á dagskrá á óheppilegum sýningartíma í samkeppni við vinsælt íþróttaefni (Viðar segir þáverandi dagskrárstjóra sem var Páll Baldvinsson hafa ráðið því) og aldrei verið endursýnd þar eða annars staðar. Að sögn Viðars leitaði Ríkisútvarpið eftir því að fá myndina til sýninga en var neitað um það. Slík meðferð á jafn vandaðri mynd og mikilvægri vekur spurningar. Var beinlínis ákveðið að stinga myndinni undir stól? Er jafnvel hugsanlegt að þar hafi átt hlut að máli voldugir aðilar sem ekki hafi kært sig um að frekara ljósi yrði varpað á efni myndarinnar?“

spyr Jón Viðar og setur efni myndarinnar í samhengi við umfjöllunarefni nýrrar íslenskrar bíómyndar, Héraðið, sem vakið hefur upp spurningar um yfirburðarstöðu Kaupfélags Skagfirðinga og það tangarhald sem fyrirtækið hefur á afkomu og störf bænda á svæðinu.

Vísar samsæriskenningum á bug

Páll Baldvinsson svarar færslu Jóns Viðars og segir hverskyns samsærisblæ vera rangminni:

„Viðar Víkingson kann að kjósa að sveipa sýningu myndarinnar einhverjum samsærisblæ en það er rangminni. Ekkert slíkt var á ferðinni. Tilraun JVJ (Jóns Viðars) til að bæta í þá draugasögu er skemmtilegt. Hvort RUV hafi síðar leitað eftir sýningarrétti á myndinni er mér ekki kunnugt, hafi slíkt gerst á leyfistíma verksins frá Saga film tel ég ólíklegt að við því hafi verið orðið, en að þeim tíma liðnum hefur sú ákvörðun alfarið legið hjá framleiðanda. Ætti að vera hægur vandi fyrir framleiðandann að sýna myndina nú opinberlega ef hann svo kysi. Ekki man ég annað en við hjá Stöð 2 í þann tíma værum ánægðir með myndina, alla vega fannst mér þá þrælgóð og frumlega unnin hjá þeim Kristjáni og Viðari. Er fátt meira um þetta að segja annað en að eftirfarandi: „Var beinlínis ákveðið að stinga myndinni undir stól? Er jafnvel hugsanlegt að þar hafi átt hlut að máli voldugir aðilar sem ekki hafi kært sig um að frekara ljósi yrði varpað á efni myndarinnar?“ er parnojd bull.“

Vildi ekki tjá sig um málið

Eyjan hafði samband við Viðar Víkingsson, höfund myndarinnar. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið svona eftir minni, hann hygðist hinsvegar skrifa um það þegar tími gæfist. Hann sagðist ekki hafa lesið færslu Jóns Viðars og vildi því setja sig inn í málið áður en hann myndi tjá sig.

Myndina má nálgast á Youtube, en hún er í þremur hlutum. Jón Viðar, sem og fleiri, fara fögrum orðum um myndina, ekki síst sögulegt mikilvægi hennar.

Sjón er sögu ríkari:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum