fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Krefjast þess að stjórnvöld efni loforð um skattalækkanir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá vormánuðum hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað eftir tillögum ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. Miðstjórn ASÍ hefur nú þrotið þolinmæðin og krefst þess að ríkisstjórnin sýni á spilin, segir í tilkynningu frá ASÍ.

Þar er vitnað í  yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru 4. apríl:

1. Komið verði á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Miðað er við að sú aðgerð auki ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins um tíu þúsund krónur á mánuði.
2. Skattleysismörk haldist föst að raunvirði á innleiðingartímabilinu og að því loknu hækki persónuafsláttur og skattþrep umfram verðbólgu sem nemi framleiðniaukningu.

„Nú tæpum 5 mánuðum eftir undirritun kjarasamninga eru einu skattatillögur stjórnvalda áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur þurfi ekki að greiða skatt af öllum fjármagnstekjum heldur einungis raunvöxtum. Það virðist því forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bólar ekkert á áðurnefndum skattalækkunum fyrir lágtekjufólk. Við undirritun samninga var lögð mikil áhersla á þetta atriði og var það forsenda þess að kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir og síðar samþykktir af félögum stéttarfélaganna. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að sjá tillögurnar eru þær ekki enn komnar fram og krefst miðstjórn ASÍ þess að þær líti dagsins nú þegar,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu