fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sjáðu tekjuhæstu bæjarstjórana á Íslandi 2018 – Launahærri en borgarstjórar New York og London

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er tekjuhæsti bæjarstjóri landsins árið 2018 samkvæmt tekjublaði DV sem kemur út á morgun. Laun Gunnars voru þó lækkuð um 10% fyrir um ári síðan.

Gunnar fær því 1.282 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði fyrir dagvinnu. Þar að auki fær hann fasta yfirvinnu greidda, sem nemur rúmum 730 þúsund krónum á mánuði, auk bæjarfulltrúalaunanna, sem eru 199 þúsund krónur á mánuði.

Gunnar var með rúmar 2.6 milljónir á mánuði í fyrra. Er Gunnar því launahærri en borgarstjórar New York og Lundúna, samkvæmt umfjöllun Stundarinnar.

Fast á hæla Gunnars kemur Haraldur L. Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, með tæpar 2.5 milljónir.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar var með um 2.3 milljónir, en fjórði tekjuhæsti bæjarstjórinn var Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, með 2.260 milljónir.

Þar á eftir kemur Ásta Stefánsdóttir, sveitastjóri Bláskógabyggðar með 2.2 milljónir.

Dagur með 1.9

Til samanburðar má nefna að borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson var með 1.9 milljónir á mánuði, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs var með 2.1 milljón og bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir var með 1.6 milljón á mánuði. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði var með tæpa 1.5 milljón í tekjur.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík var með um 1.2 milljónir á mánuði og kollegi hans Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarkaupstaðar var með rétt rúma milljón á mánuði. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja var með eina milljón í tekjur árið 2018.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar  var meðrúma 1.7 milljón á mánuði og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar sömuleiðis. Þá var Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri á Hornafirði með tæpar 1.4 milljónir í mánaðartekjur árið 2018.

Tekjulægsti bæjarstjórinn var Aðalheiður Borgþórsdóttir í Seyðisfjarðarkaupstað, með 580 þúsund krónur á mánuði.

Guðbrandur launahæstur

Af sveitarstjórnar- og bæjarstjórnarfulltrúum var Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ tekjuhæstur með rúmar 2.8 milljónir á mánuði.*  Þar næst kemur Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, með tæpar 2.4 milljónir.

Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar er síðan með rúmar 2.3 milljónir og Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er með rétt rúmar tvær milljónir á mánuði og er því örlítið launahærri en sjálfur borgarstjórinn.

Tekjulægsti sveitarstjórnarmaðurinn var Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, með 336 þúsund krónur á mánuði.

*Uppfært:

Guðbrandur Einarsson hefur sent DV eftirfarandi athugasemd:

„Til áréttingar 

Skv. umfjöllun fjölmiðla um laun ýmissa aðila í samfélaginu þá sest ég á toppinn sem skattakóngur bæjarfulltrúa á Íslandi. Skýringin á þessu er hins vegar sú, að á síðasta ári leysti ég út uppsafnaðan séreignasparnað,  vel á annan tug miljóna og greiddi af honum skatt skv. hæsta skattþrepi. 

Þessi eingreiðsla úr lífeyrissjóði bætist við skattstofninn og veldur þessum meintu tekjum sem fjölmiðlar eru nú að birta. 

Með kveðju

Guðbrandur Einarsson

bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ“

 

** Uppfært:

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, vill koma eftirfarandi á framfæri til að útskýra lág laun árið 2018:

„Eins og margir vita þá glímdi ég við alvarleg veikindi á síðasta ári og gegndi því ekki launavinnu. Eftir nýrnaígræðslu fyrir tæpu ári fór landið að rísa að nýju og búast má við að ég verði öllu skárri skattborgari á árinu 2019, en á fyrra ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“