fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Birgitta: „Ég hata hvorki, né er reið út í þá sem hafa mig að háði og spotti“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 10:23

Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn. Samsett mynd-DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hata hvorki, né er reið út í þá sem hafa mig að háði og spotti, sem baknaga án þess mig að þekkja og vega að æru minni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, í færslu á Facebook í dag.

Hún virðist ekki láta mótbyrinn á sig fá, en endurkoma Birgittu í Pírata heppnaðist ekki sem skyldi á dögunum, þar sem henni var hafnað með 55 atkvæðum af 68, er hún gerði tilraun til þess að komast í trúnaðarráð Pírata. Mikil ólga hefur verið í Pírötum síðan, þar sem þrumuræða Helga Hrafns Gunnarssonar um Birgittu á fundinum fór fyrir brjóstið á mörgum, ekki síst Birgittu sjálfri sem yfirgaf fundinn með tárin í augunum.

Í kjölfarið var efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem framkoman í hennar garð var fordæmd, en sjálf sagði Birgitta að hún hefði verið svívirt og taldi um mannorðsmorð að ræða. Helgi sagðist þó ekki sjá eftir einu einasta orði.

Finnur leið til að fyrirgefa

Birgitta segist þó tilbúin að fyrirgefa og reyna að skilja hvað hún geti gert betur:

„Í mér blundar aldrei hatur. Ekki gagnvart þeim sem þola mig ekki eða hafa gert eitthvað sem sært hefur eða meitt. Það tekur stundum svolítinn tíma að fyrirgefa en hefur nánast alltaf tekist. Er þó enn fúl út í karl sem beitti ættingja sem ég elska ógeðfellt andlegt ofbeldi. En ég vinn í því að finna leið til að fyrirgefa, og svo bara reyna að skilja hvað ég get gert betur, hvað má læra af öllum þessum lífsins raunum.“

Eymd er valkostur

Birgitta nefnir að það sé ávallt á valdi hvers og eins hvernig hann bregst við aðstæðum og segist hún mikið hafa lært af móður sinni til að takast á við Gróu á Leiti, en móðir Birgittu var hin ástsæla söngkona Bergþóra Árnadóttir:

„Ég hata hvorki, né er reið út í þá sem hafa mig að háði og spotti, sem baknaga án þess mig að þekkja og vega að æru minni. Ég ólst upp við mjög rætnar kjaftasögur um hana mömmu sem oft spruttu út af óöryggi og stundum öfund. Ég tók þessar ógeðslegu sögur inn á mig þegar ég var krakki, en hin stóíska og oft á tíðum búddíska rósemd sem mamma hafði gagnvart Gróu á Leiti hafði djúpstæð áhrif á mig og ég sé enn og aftur hve mikið hún mamma kenndi mér um vegina sem hægt er að fara. Eymd er með sanni valkostur. Það er alltaf í okkar eigin valdi hvernig við bregðumst við ÖLLU.“

Sjá einnigPíratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi

Sjá einnigÓtrúleg upptaka af átakafundi Pírata – Harðar ásakanir á Birgittu – „Hún grefur undan samherjum sínum“

Sjá einnig: Þingflokkur Pírata beitti sér gegn Birgittu sem segist „svívirt“ – Píratar skiptast í tvær ólgandi fylkingar

Sjá einnig: Helgi Hrafn:„Ég sé ekki eftir einu einasta orði“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum