fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Klaustursmálið gæti klárast á fundi forsætisnefndar í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis fundar klukkan 15 í dag um Klaustursmálið. Til umfjöllunar verða athugasemdir Klaustursþingmanna við niðurstöðu siðanefndar Alþingis, sem komst að því að samtal þingmannanna gæti ekki talist einkasamtal og félli því undir siðareglur þingmanna, þar sem þingmenn teldust gegna trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Birtist álitið fyrir mistök á vef Alþingis og varð því almenn vitneskja í kjölfarið.

Sex þingmenn Miðflokksins hafa skilað inn andsvari sínu til forsætisnefndar vegna álits siðanefndarinnar, en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og annar tímabundinn varaforseti Alþingis, segir við Morgunblaðið í dag að ómögulegt sé að áætla hvort málinu ljúki í dag.

Steinunn var skipuð tímabundinn varaforseti Alþingis ásamt Haraldi Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem allir nefndarmenn höfðu lýst sig vanhæfa í Klaustursmálinu, þar sem þeir höfðu tjáð sig um það í fjölmiðlum áður en nefndin tók málið fyrir.

Bára Halldórsdóttir, sú sem tók upp samtal þingmannanna, eyddi upptökum sínum eftir að Persónuvernd komst að því að upptakan væri ólögleg. Bára þurfti ekki að borga sekt og komst Persónuvernd einnig að því að ekkert samsæri hefði átt sér stað gegn Miðflokknum, líkt og þingmann hans vildu meina.

Deilt hefur verið um vægi, gagnsemi og tilgang siðanefndar Alþingis, þar sem allar hennar ákvarðanir fara hvort sem er fyrir forsætisnefnd Alþingis til umfjöllunar, sem sé þannig í raun hin eiginlega siðanefnd. Þá séu engin viðurlög við brotum gegn siðareglum og fælingamátturinn lítill, líkt og komið hafi á daginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK