fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ingibjörg sögð hafa þegið 18 milljónir frá Seðlabankanum fyrir Harvard námið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, fékk styrk frá Seðlabanka Íslands til þess að stunda MPA-nám við Harvard skóla í Bandaríkjunum, samkvæmt munnlegu samkomulagi hennar við Má Guðmundsson, seðlabankastjóra.

Samningurinn var eiginlegur starfslokasamningur, styrkur sem nam einum árslaunum, eða 12 mánaða uppsagnarfresti án vinnuframlags og hafði Seðlabankinn frumkvæði á því að um námsstyrk væri að ræða sem hlutfall af launum.

Samkvæmt heimildum DV hefur öðrum starfsmönnum Seðlabankans ekki staðið til boða slíkur styrkur.

Námið sem Ingibjörg sótti  kostaði að minnsta kosti 8.3 milljónir króna. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í júlí 2016 var greint frá því að Ingibjörg væri farin í leyfi frá Seðlabankanum, til að hefja meistaranám sitt. Í tilkynningunni var sagt að ráðgert yrði að Ingibjörg myndi snúa aftur til starfa hjá Seðlabankanum ári síðar. Það gerði hún, þó aðeins í skamman tíma, áður en hún hóf störf fyrir Alþjóðgjaldeyrissjóðinn.

Er Ingibjörg sögð hafa fengið 18 milljónir í styrk, samkvæmt frétt Viljans.

Hvað hefur Seðlabankinn að fela ?

Vinnubrögð Seðlabankans í málinu verða að teljast undarleg. Bankinn neitaði í mars árið 2018 að svara fyrirspurn DV um hvort Ingibjörg hafi fengið styrk og hversu hár hann væri.

Fréttablaðið óskaði einnig eftir upplýsingum um nám Ingibjargar en þurfti að  leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála, þar sem Seðlabankinn hefur ávallt borið við persónuverndarsjónarmiðum og neitað að upplýsa um málið.

Nú hefur Seðlabankinn lagt beiðni um flýtimeðferð máls til Héraðsdóms Reykjaness, sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins, Ara Brynjólfssyni. Freistar bankinn þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar ógilta, sem úrskurðaði að bankanum bæri að afhenda Ara samninginn við Ingibjörgu.

Ari segir við Eyjuna að mikilvægt sé að fá botn í málið:

„Ég tek enga sérstaka afstöðu til þess hvort seðlabankastjóri hafi mátt gera sérstakan samning við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Það sem skiptir máli er að þegar yfirmenn ríkisstofnana gera sérstaka samninga við lykilstarfsmenn þá megi fjölmiðlar fá aðgang að þeim. Það er ekki hnýsni, það er aðhald. Þetta mál getur verið fordæmisgefandi og þess vegna er mikilvægt að fá botn í það.“

Sjá nánar: Neita að upplýsa kostnað við Harvard-nám framkvæmdastjóra

Sjá nánar: Ingibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum

Sjá nánar: Yfirmaður hjá Seðlabankanum fékk háan styrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum

Sjá nánar: Seðlabankinn höfðar mál gegn blaðamanni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK