fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Ögmundur reiður út í Katrínu og stefnusvik VG: „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra VG, gagnrýnir forystu flokksins harðlega í grein sem hann birtir á heimasíðu sinni. Hann fullyrðir að Bandaríkjaher sé að snúa aftur í þeirra boði, en sem kunnugt er þá hyggst Bandaríkjaher og NATO standa að 14 milljarða króna uppbyggingu hér á landi á næstu árum, þó svo Ísland teljist herlaus þjóð, ekki síst í ljósi þess að herinn fór héðan árið 2006.

Hann tekur að miklu leyti undir orð Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur á dögunum, sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra harðlega fyrir að svíkja málstaðinn og sagði hana „falska“.

Sjá nánar: Steinunn Ólína:„Hún Kata veit vel hvað hún syngur, þótt fölsk sé“

Í boði VG

Ögmundur segir að ef fram fari sem horfi, sé endurkoman í boði VG, sem frá upphafi hefur haft það í stefnu sinni að vera andsnúið hverskyns hernaðarbrölti:

„Herinn sem hvarf af landi brott árið 2006 er að snúa til baka. Og ef hann snýr til baka – og ég endurtek ef af verður, ef ekki verður gripið í taumana – þá verður það í boði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst. Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.Þá er VG eftir. En hvað heyrum við þaðan?“

spyr Ögmundur.

Katrín í hlutverki fórnarlambs

Hann nefnir að Katrín og VG leiki hlutverk fórnarlambsins í ríkisstjórninni:

„Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb. Ríkisstjórnin, 2009-13, sem VG átti aðild að, hafi umborið “loftrýmiseftirlit” og síðar hafi þjóðaröryggisstefna með aðildina að NATÓ sem eina af grunnstoðunum verið samþykkt á Alþingi. VG hafi einn flokka ekki samþykkt þennan þátt þjóðaröryggisstefnunnar heldur setið hjá.Það er mikið rétt, hjáseta var það sem boðið var upp á. Því miður beitti flokkurinn sér ekki sem skyldi gegn þessari fráleitu stefnu. Á því voru þó undantekningar. Því miður var ég ekki viðstaddur lokaatkvæðagreiðsluna en í umræðunni lagðist ég mjög eindregið gegn því að fallast á að NATÓ aðild yrði blessuð í öryggismálastefnu fyrir Ísland, hvorki með samþykki né samþykkt baráttulaust með hjásetu.“

Ögmundur segir að lokum að ekkert réttlæti þá hernaðaruppbyggingu sem framundan sé:

„Hvað sem líður svokallaðri þjóðaröryggisstefnu, sem þarfnast að sjálfsögðu stöðugrar endurskoðunar í ljósi þróunar í heimsmálum, þá er ekkert sem réttlætir þá hernaðaruppbyggingu sem nú stendur fyrir dyrum í landinu. Almenn “þjóðaröryggisstefna” dugir ekki til að réttlæta umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi; leyfir ekki að stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju. Ekki undir neinum kringumstæðum!“

Ísland á ekki að hafa her

Í stefnu VG segir um alþjóða- og friðarmál:

Ísland á ekki að hafa her, hvorki innlendan né erlendan, á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna vígvæðingu. Stríð og hernaður leysa engin vandamál, þótt hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum. Auk þess eru vígvæðing og hernaður gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Mikilvægt er að aðgerðir á alþjóðavettvangi, þar á meðal viðskiptaþvinganir, valdi ekki dauða og þjáningum saklausra borgara.

Ekki á að leyfa heræfingar í landinu eða innan lögsögu þess. Ísland og íslenska lögsögu á að friðlýsa fyrir umferð með kjarnorku-, sýkla- og efnavopna í lofti, á láði og legi.

Íslensk stjórnvöld eiga að hafna hernaðaríhlutunum, beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun sem og að vinna gegn vopnaframleiðslu og vígbúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK