fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Pálmar Örn málaði fallega mynd af fossinum Drynjanda – Þú trúir því aldrei hvað hann gerði næst!

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmar Örn Guðmundsson, listmálari, framkvæmdi í gær athyglisverðan gjörning er hann málaði fossinn Drynjanda sem er í Ófeigsfirði á Ströndum og fellur úr Hvalá.

Pálmar segir fossinn mjög fallegan og ákvað að mála hann, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.

Það sem Pálmar gerði í kjölfarið þykir mörgum list- og náttúruunnanda eflaust miður, en hann eyðilagði það strax í kjölfarið, í mótmælaskyni við örlög fossins, þegar Hvalárvirkjun mun rísa.

Virkjunarframkvæmdir eru hafnar fyrir vestan, en Vesturverk hyggst reisa þar Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Munu framkvæmdirnar hafa í för með sér að Hvalá verður stífluð og þar með mun fossinn Drynjandi hverfa, sem Pálmar segir synd:

„Áhugavert að spá í því hvernig við verðmetum hlutina. Eflaust finnst mörgum ótrúlega mikil synd að ég hafi eyðilagt þetta fallega málverk sem ég eyddi nokkrum klukkutímum í að mála en að sama skapi eru það frekar fáir sem finnst það synd að fossinn sem málverkið er af verði eyðilagður.“

Pálmar telur að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni með gerð virkjunar:

„Hitt er annað að ég hef kynnt mér þau rök sem eru með og þau sem eru á móti og mín skoðun er að við erum að fórna ansi miklu fyrir eitthvað sem í rauninni fáir græða á.“

Í myndbandinu hér að neðan má fylgjast með Pálmari mála myndina, og síðan eyðileggja hana í kjölfarið.

Pálmar segir að myndin sé til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður