fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Gestur ráðinn sem framkvæmdastjóri Veitna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það skýrist á næstunni hvenær Gestur hefur störf.

„Það er mikil tilhlökkun að tilheyra öflugu teymi hjá traustu fyrirtæki með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn um þá mikilvægu lífsgæðaþjónustu sem fyrirtækið veitir einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum og stofnunum. Orkuskiptin framundan, orkusparnaður, orkuframboð hverju sinni, hreinleiki vatnsins, gæði fráveitunnar og alls kyns áskoranir í umhverfismálum eru og verða daglegt viðfangsefni þess öfluga teymis sem starfsfólk Veitna myndar. Á sama tíma horfi ég með þakklæti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hefur veitt mér og með söknuði til alls þess frábæra starfsfólks sem mér hefur hlotnast sá heiður að vinna með á þeim vettvangi,“

segir Gestur.

Gestur var framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland frá því í árslok 2010 og forstjóri fyrirtækisins síðustu liðlega fimm árin. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland hefur hann unnið að innleiðingu og samþættingu nýsköpunar í fyrirtækjamenningu félagsins til að takast á við þau tækifæri sem orkuskiptin í heiminum fela í sér, vöruþróun gagnvart viðskiptavinum og umbótum á kostnaðargrunni verksmiðjunnar á Grundartanga.

Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Gestur lauk meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?