fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ólafur Ragnar búinn að kaupa æskuheimilið á Ísafirði og tekur sæti í stjórn Kerecis

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. júlí 2019 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn Kerecis, ísfirska nýsköpunarfyrirtækisins sem framleiðir ígræðsluefni fyrir brunasár úr fiskroði. Hluthafafundur Kerecis verður fimmtudaginn 1. ágúst þar sem Ólafur mun taka sæti Hilmars Braga Janussonar, forstjóra líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, staðfesti þetta við Eyjuna en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Segir Guðmundur að mikill fengur sé í Ólafi:

„Ólafur er gríðarlega vel tengdur, ekki síst í Asíu og á Indlandi og ég geri ráð fyrir að reynsla hans muni nýtast vel í stjórninni. Ástæðan fyrir tilnefningunni er að hann hefur verið að vinna með Laurene Jobs og Emmerson Collective um sjálfbæra hagnýtingu á sjávarauðlindum, sem er einn stærsti hluthafinn í Kerecis, og svo vill hann tengjast sínum gamla heimabæ,“

Kerecis jók nýlega hlutafé sitt um tvo milljarða króna og meðal nýrra fjárfesta var Laurene Powell, ekkja Steve Jobs, sem Forbes fjármálatímaritið setti í 40. sæti yfir ríkustu milljarðamæringa heims árið 2018.

Meðal fjárfesta var einnig Omega 3, félag Björgólfs Thors Björgolfssonar, Alvogen og sjóðir á vegum GAMMA.

Kaupin á Grímshúsi gengin í gegn

Ólafur Ragnar hefur fest kaup á sínu gamla æskuheimili á Ísafirði, fyrir 27.9 milljónir króna, en hann fékk íbúðina að Túngötu 3, nefnt Grímshús eftir föður Ólafs, afhenta um helgina, en kaupin gengu í gegn 13 júní, samkvæmt kaupsamningi sem Eyjan hefur undir höndum.

 

Kerecis var stofnað árið 2011 á Ísafirði og notar þorskroð við framleiðslu afurða sinna, til meðhöndlunar brunasára og annarra þrálátra sára. Fiskroðið inniheldur fjölómettaðar fitusýrur sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt, en framleiðslan fer fram á Ísafirði.

Hjá Kerecis starfa um 100 manns, þar af eru 60 í Bandaríkjunum, 20 í Reykjavík og 20 á Ísafirði.

Sjá einnig: Ekkja Steve Jobs fjárfestir í fiskroði á Vestfjörðum -Kerecis eykur hlutafé sitt

Sjá einnig: Kaup Ólafs Ragnars á æskuheimili sínu á Ísafirði ekki gengin í gegn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”