fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. júlí 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson fer mikinn á Facebook í færslu um þriðja orkupakkann í í gær. Pistlinum er beint gegn Birni Bjarnasyni, en þessir fyrrverandi skoðanabræður úr Sjálfstæðisflokknum greina nú á um þriðja orkupakkann; Björn er fylgjandi en Hallur á móti.

Hallur leitar víða fanga í pistli sínum, allt frá Jesú Kristi til Davíðs Oddssonar, en Hallur virðist leggja þá nokkurn veginn að jöfnu, meðan hann telur Björn hafa lokað augunum gagnvart boðskapnum, bæði kristinni trú og Sjálfstæðisstefnunni.

Skrifar um veikindi Björns

Skilja má á skrifum Halls að meint guðleysi Björns hafi eitthvað með heilsu hans að gera, því Hallur skrifar:

„Björn hefur mörg undanfarin ár leitt Qi gong æfingar; árþúsunda ára gamlar kínverskar æfingar til að efla orku, öndun, líkama og einbeitingu. Fyrir tæpum sex árum leið yfir Björn á Qi gong æfingu. Hann var fluttur á sjúkrahús en rannsóknir leiddu í ljós að Björn var við hestaheilsu þrátt fyrir að hafa misst meðvitund praktíserandi Qi gong. Hvað gerðist?“

Hallur nefnir einnig að lífssýn trúleysinga snúist um baráttu um lífsgæði:

„Trúarbrögð trúlausra boða að maðurinn komi úr myrkrinu þar sem ekkert er. Mannkyn sé tilviljun. Þegar þeir eru spurðir um uppruna fyrsta atómsins í Miklahvelli – Big Bang fyrir milljörðum ára – þá yppta þeir öxlum með augu gal-lokuð: af því bara. Tími, efni og rúm urðu til í Miklahvelli – stjörnur og plánetur, eldur og grjót. Hvenær kom líf til sögunnar? Af því bara, segja þeir. Lífsýn trúlausra snýst um baráttu um lífsgæði. Engu skipti hvernig gæða sé aflað því að leiðarlokum verði þeir bara mold; visni og rotni í myrkri.“

Björn sjái ekki ljósið

Hallur, sem virðist afar trúaður maður af skrifum hans að dæma, segir að Björn sjái ekki ljósið og vaði því í villu síns vegar:

„Jesús opnar augu meðan trúlausir eru með augu gal-lokuð. Björn Bjarnason hefur beint spjótum sínum að velgjörðarmanni sínum, Davíð Oddssyni vegna 3ja0. Davíð hefur aftur og aftur lýst því að hann fylgi Jesús Kristi. Augu Davíðs eru opin meðan augu Björns eru gal-lokuð.“

Hallur segir einnig að skilaboð Jesú séu skýr:

„Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“

Evrópudaður Björns

Hallur segist ávallt hafa líkað vel við Björn, þó svo hann hafi talið það mistök hjá honum að fara í borgarslaginn á sínum tíma. Hallur nefnir að vinstri-menn hafi ávallt hatað Björn, sem hafi verið kröftugan verjenda vestrænnar samvinnu og NATO:

„Styrmir ritstjóri Gunnarsson segir að þeir Matthías Johannessen hafi á Mogganum í den oft þurft að grípa fram fyrir hendurnar á Birni vegna Evrópudaðurs. Það má skilja á Davíð Oddssyni ritstjóra að þeir frændur Bjarni Benediktsson, Björn Bjarnason og Halldór Blöndal hafi týnt áttavitum en fylgi í þess stað engeyskum ættarvita sem ráði stefnu Sjálfstæðisflokksins. Níðþung orð.“

Hrakinn af Hrafnaþingi

Hallur nefnir að Björn hafi sakað sig um falsfréttir í pistli sínum á dögunum, um þriðja orkupakkann,  sem hafi leitt til útskúfunar Halls frá Hrafnaþingi í kjölfarið, en hann var þar tíður gestur hjá Ingva Hrafni, en Hallur og Ingvi Hrafn unnu lengi saman sem fréttamenn, bæði á RÚV og Stöð 2. Hallur segist ekki lengur velkominn í þáttinn:

„XD siglir nú krappan sjó vegna Evrópustefnu sinnar og Björn fer fyrir þeim sem vilja samþykkja Orkupakka3. Björn líkt og forðum dregur ekki af sér. Hann hefur sakað mig um falsfréttir: „Að blaðamaður á borð við Hall telji sér þannig sæma að ganga erinda þeirra hér sem flytja falsfréttir um O3 að undirlagi minnihlutahóps í Noregi veldur vonbrigðum.“ Hallur að flytja falsfréttir til að þjóna útlendum kverúlöntum. Björn málefnalegur! Undiraldan er þung. Vinir mínir á Hrafnaþingi hafa ekki beðið mig að koma aftur eftir að Ingvi Hrafn barði borðið vegna afstöðu minnar til 3ja0.“

Misjafnar undirtektir

Pistill Halls hittir ekki í mark hjá öllum. Til dæmis segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkiráðherra Samfylkingarinnar í athugasemdakerfinu:

„Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Annar segir að Björn sé sjóaðri en svo að slíkar skítabombur hafi áhrif á hann.

Þá segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans:

„Þessi færsla hefði betur verið óskrifuð frændi. Við eigum að geta rætt stjórnmál án þess að veitast persónulega að fólki eða blanda trú inn í dægurþras. Björn á slíkt ekki skilið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!