fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:04

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtabreytingar tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) á liðnum misserum, eru ólöglegar, að mati Más Wolfang Mixa, lektors í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Fjölskylda með 40 milljóna króna húsnæðislán hefði greitt 108 þúsund krónum minna í vexti á ári, ef vextirnir væru „réttir“ að mati Más.

Kallar eftir inngripi FME

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að niðurstaða Más Wolfgangs kalli á viðbrögð frá Fjármálaeftirlitinu sem og Neytendastofu:

„Ég spyr hvar er fjármálaeftirlitið núna? Það stóð ekki á stóryrtum yfirlýsingum frá FME þegar stjórn VR ákvað löglega að skipa nýja stjórnarmenn í lífeyrissjóð verslunarmanna. En núna þegar allt bendir til þess að hækkun vaxta á breytilegum vöxtum sé ólögleg hjá sjóðnum heyrist ekki hósta né stuna frá FME. Ég spyr líka hvar er Neytendastofa sem hefur m.a. lögbundið hlutverk að tryggja að ekki sé verið að níðast á neytendarétti almennings. Ég held að allir sem voru með gífuryrði í garð Ragnars Þórs og stjórnarmanna í VR ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar.“

Sem kunnugt er þá afturkallaði VR umboð tveggja fulltrúa sinna  í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á dögunum, þar sem óánægja ríkti með vaxtahækkanir félagsins. Fjármálaeftirlitið sendi frá sér dreifibréf til lífeyrissjóða í kjölfarið með tilmælum um að setja þyrfti skýrari reglur um afturköllun umboða og leit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svo á að með þessu væri Fjármálaeftirlitið að staðfesta að VR hefði verið í fullum rétti við að afturkalla umboð stjórnarmanna sinna, en mikil rekistefna var um málið þegar það kom upp.

Sjá einnig: Ragnar Þór segir viðbrögð FME sýna að hann var í fullum rétti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK