fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Sjáðu hvað tveggja herbergja íbúð kostaði árið 1974 að núvirði: „Hvað gerðist eiginlega?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin ár á Íslandi og eftirspurninni fyrir litlar og ódýrar íbúðir til handa fyrstu kaupendum hefur ekki verið sinnt. Hefur þetta, ásamt öðrum breytum, leitt til húsnæðisskorts þar sem æ færri hafa efni á að koma sér þaki yfir höfuðið.

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, rifjar upp húsnæðisverðið í Breiðholtinu árið 1974 og reiknar það yfir á núvirði, ásamt því að framreikna neysluvísitölu. Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan:

„Ég var að lesa blöðin frá því í desember 1974. Þar er verið að fjalla um byggingar í Breiðholti, m.a. blokkina að Kríuhólum 2. Þar kemur fram að hægt er að kaupa íbúðir á þessu verði, á núvirði,“

segir Gunnar Smári.

Í samantekt hans kemur fram að 1-5 herbergja íbúðir að Kríuhólum 2 í Breiðholtinu hafi kostað á bilinu 7.3 milljónir til 13.2 milljónir (að núvirði):

  • Einstaklingsíbúð, 47 fm. 7,3 m.kr.
  • 2 herb. íbúð, 67 fm. 9,3 m.kr.
  • 3 herb. 85 fm. 10,4m.kr.
  • 4 herb. 122 fm. 12,9 m.kr.
  • 5 herb. 128 fm. 13,2 m.kr.

Íbúðirnar sem um ræðir voru allar fullbúnar.

Til samanburðar má nefna að 40 fermetra, tveggja herbergja íbúð að Kríuhólum 2 kostar í dag 26.9 milljónir króna. Þá kostar 72 fermetra, 3ja herbergja íbúð að Krummahólum 34.9 milljónir. Stór 150 fermetra íbúð á sama stað (5 herbergja) kostar 49.7 milljónir.

Hvað gerðist ?

Gunnar Smári veltir fyrir sér hvað hafi gerst sem skýri út þennan verðmun á húsnæði:

„Þá kemur spurningin: Hvað gerðist eiginlega? Af hverju er ekki lengur hægt að byggja svona ódýrar íbúðir? Eða er kannski svona ódýrt að byggja en það er bara smurt svo þykkt ofan á söluverðið í dag?“

Skortir frumkvæði hins opinbera

Gunnar Smári vill að hið opinbera skerist í leikinn, ekki sé hægt að treysta lengur á hinn frjálsa markað:

Eftir áratuga heilaþvott nýfrjálshyggjunnar trúa stjórnmálamenn ekki lengur á frumkvæði hins opinbera. Á þessum árum stóð verkalýðshreyfingin og stjórnvöld að byggingu verkamannabústaða þarna í nágrenninu og seldu þar 2. herb. íbúðir á 9,6 m.kr. á núvirði og 3. herb. á 12,0 m.kr. Í dag treysta stjórnmálamenn á svokallaða frumkvöðla markaðarins sem skila af sér 3. herb. íbúðum á 80 m.kr. Samt eru stjórnmálamenn sannfærðir um að hinn svokallaði markaður skili alltaf bestu niðurstöðunni. Hvílíkir fáráðlingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra