fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Segir Óla Björn tala í anda Trump og sakar hann um tvískinnung: „Hann verður að leggja sig miklu betur fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir Óla Björn Kárason, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, tala fyrir Brexit og stefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, en tilefnið er grein Óla Björns um áhyggjurnar sem hann hefur af frjálslyndi; að það eigi ekki nógu vel upp á pallborðið í almennri umræðu. Nefnir Óli ýmis dæmi og minntist stuttlega á utanríkisviðskiptastefnu Íslands:

„Stjórnmálamaður 21. aldarinnar er baráttumaður gegn krónunni, fyrir evrunni og þó fyrst og síðast fyrir aðild að Evrópusambandinu. Nýfrjálslyndi gefur lítið fyrir rétt lítillar þjóðar að eiga viðskipti við þjóðir heims á eigin forsendum. Sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna er eitur í æðum nýfrjálslyndra.“

Hampi Brexit og Trump

Þorgerður gerir mikið úr þessum orðum Óla Björns og segir hann með þessu tala fyrir stefnu Trump og Brexit:

„… þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einnig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn?“

Þorgerður nefnir að hafa beri í huga að Óli Björn sé einn „áhrifaríkasti hugmyndasmiðurinn“ í röðum ríkisstjórnarflokkanna:

„Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raunverulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við nútímann og frjálslyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvartanir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu.“

Tvískinnungur hjá Óla Birni

Um stjórnlyndi sagði Óli Björn í grein sinni, að góðhjartaðir stjórnmálamenn leggðu mikið á sig til að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum og splæsti í barnfóstruhugtakið máli sínu til stuðnings. Um þetta segir Þorgerður Katrín:

„Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langflestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar.“

Óli Björn ritaði einnig um skattamál og sagði að hið nýfengna frjálslyndi kallaði á að skattar væru lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju, þar sem almenningur væri sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.

Þorgerður Katrín lætur Óla Björn ekki sleppa svo auðveldlega:

„Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóflur, nema flórskóflur.“

Þriðji orkupakkinn

Öllum er ljóst sá ágreiningur sem uppi er í Sjálfstæðisflokknum varðandi þriðja orkupakkann. Þorgerður segir:

„Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málflutningi andstæðinganna sem þingmaðurinn telur stangast á við fullveldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír f lokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld?“

Þá segir Þorgerður að Óli Birni þyki andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ekki nægilega umburðalyndir gagnvart öndverðum skoðunum innan flokksins um orkupakkann:

„Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðisflokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokkurinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK