fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Helgi Hrafn: „Ég sé ekki eftir einu einasta orði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata, hefur fengið yfir sig gusur af skömmum á samfélagsmiðlum í kjölfar birtingu myndbands sem sýnir hann ausa úr skálum reiði sinnar og gremju gagnvart Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi Pírata.

Birgitta, sem gerði misheppnaða tilraun til að komast í trúnaðarráð flokksins eftir að hafa sagt sig úr Pírötum í fyrra, bar sig aumlega eftir ræðu Helga og sagði að um mannorðsmorð væri að ræða og hún ætti ekki skilið slíka framkomu, en Helgi Hrafn sagði Birgittu meðal annars ótraustverðuga, grafa undan samherjum sínum og búa til ósætti.

„Mér finnst ég ekki á nokkurn hátt hafa gengið of langt. Ég sé ekki eftir einu einasta orði, tek ekki eitt einasta orð til baka. Ég var full­kom­lega hrein­skilinn og ein­lægur og stend við hvert einasta orð og fram­setninguna á því,“

segir Helgi við Fréttablaðið og bætti við að ræða hans hafi ekki verið ætluð fjölmiðlum:

„Ég sagði allt á þessum fundi sem ég hafði að segja um at­kvæða­greiðsluna og þótt ég hafi haldið þessa ræðu full­kom­lega með­vitaður um það að hún gæti ratað í fjöl­miðla, og tók það fram í ræðunni, þá var ég samt að beina orðum mínum til flokks­með­lima. Það var ekkert ætlun mín að þessi um­ræða um Birgittu Jóns­dóttur færi í fjöl­miðla. Fyrir mér er þetta innan­flokks­mál.“

Hlutir sem þurfti að segja

Aðspurður hvort það hafi fengið á hann að Birgitta hafi sagst svívirt og sár, sagði Helgi Hrafn að það hafi ekki verið ætlun hans að grafa undan Birgittu í samfélaginu:

„Mér þykir leiðin­legt að hún sé sár, en veistu, það þurfti bara að segja þessa hluti. Ef hún er sár yfir því þá er það bara hluti af því sem þurfti að gerast. Það er allt leiðin­legt við þetta. Ég er líka sár. Mér finnst þetta líka leiðin­legt. Mér hefur aldrei liðið jafn illa yfir að þurfa að halda ræðu í lífinu. Og mér finnst þetta allt saman ömur­legt frá upp­hafi til enda. En þarna þurfti að segja hluti sem voru ó­sagðir. Það sem ég gerði, gerði ég á eins hrein­skilinn og heiðar­legan máta og mér er unnt og ég met það þannig að það hafi ekki verið mikið val. Valið stóð á milli þess að þegja eða segja þessa hluti. Valið að þegja er ekki lengur í boði.“

Þá segir Helgi einnig að hann beri ekki kala til þess einstaklings sem lak upptökunni, en tók fram að hann hefði aldrei gert slíkt sjálfur.

Sjá einnig: Píratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi

Sjá einnig: Ótrúleg upptaka af átakafundi Pírata – Harðar ásakanir á Birgittu – „Hún grefur undan samherjum sínum“

Sjá einnig: Þingflokkur Pírata beitti sér gegn Birgittu sem segist „svívirt“ – Píratar skiptast í tvær ólgandi fylkingar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum