Endurkoma Birgittu Jónsdóttur, eins stofnanda Pírata, í flokkinn, er fyrir bí. Tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata, sem hún sóttist eftir sæti í, var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi og í kosningakerfi Pírata í kvöld. Vefmiðillinn Viljinn greinir frá þessu.
Af 68 greiddum atkvæðum sögðu 55 nei en 13 já. Samkvæmt frétt Viljans studdi enginn þingmaður Pírata Birgittu í kjörinu en þingmennirnir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Halldóra Mogensen og Oktavía Hrund Jónsdóttir.
Viljinn segir Birgittu hafa yfirgefið fundinn grátandi.